Haldið verður málþing í Hringsal sunnudaginn 19. mars 2006 í tilefni af útkomu bókar Örnu Skúladóttur, Draumaland, sem fjallar um svefn og svefnvandamál barna.
Arna er hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í barnahjúkrun með svefn og svefnvandamál sem undirsérgrein. Hún starfar á Barnaspítala Hringsins og hefur tekið á móti þúsundum barna og foreldra sem leitað hafa til hennar með margvísleg svefnvandamál og fyrirspurnir.
Í Draumalandi leiðir Arna fólk inn í heim barnsins og skoðar hann í ljósi svefnsins. Hún fjallar um hlutverk foreldra, leiðir að bættum svefnvenjum og hvernig hægt er að leysa svefnvandamál barna.
Draumaland - málþing og bók
Draumaland nefnist bók sem Arna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur hefur skrifað. Hún starfar á Barnaspítala Hringsins og er sérfræðingur í barnahjúkrun með svefn og svefnvandamál sem sérgrein. Í tilefni af útgáfu bókarinnar verður málþing í Hringsal sunnudaginn 19. mars 2006.