Ný göngudeild og dagdeild fyrir átröskunarsjúklinga hefur verið opnuð í tengslum við ferli- og bráðamóttöku geðsviðs LSH við Hringbraut.
Lengi hefur staðið til að bæta þjónustu við átröskunarsjúklinga og veitti heilbrigðisráðuneytið sérstakt fjármagn til þess árið 2006.
Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir verður teymisstjóri en alls munu 9 fagaðilar vinna í teyminu í samtals 4,5 stöðugildum.
Átröskunargöngudeildin hóf starfsemi 1. febrúar 2006 en dagdeildin fimmtudaginn 23. mars 2006. Daginn áður var haldin opnunarhátíð í tilefni af opnun deildarinnar, og var heilbrigðisráðherra boðið og yfirstjórn LSH ásamt fjölda annarra gesta.
Átröskunarteymið á myndinni: Ingibjörg Viggósdóttir sjúkraliði, Guðrún Oddsdóttir sálfræðingur, Margrét Gísladóttir hjúkrunarfræðingur, Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir, Áslaug Ólafsdóttir félagsráðgjafi og Ína Rós Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur.
Lengi hefur staðið til að bæta þjónustu við átröskunarsjúklinga og veitti heilbrigðisráðuneytið sérstakt fjármagn til þess árið 2006.
Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir verður teymisstjóri en alls munu 9 fagaðilar vinna í teyminu í samtals 4,5 stöðugildum.
Átröskunargöngudeildin hóf starfsemi 1. febrúar 2006 en dagdeildin fimmtudaginn 23. mars 2006. Daginn áður var haldin opnunarhátíð í tilefni af opnun deildarinnar, og var heilbrigðisráðherra boðið og yfirstjórn LSH ásamt fjölda annarra gesta.
Átröskunarteymið á myndinni: Ingibjörg Viggósdóttir sjúkraliði, Guðrún Oddsdóttir sálfræðingur, Margrét Gísladóttir hjúkrunarfræðingur, Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir, Áslaug Ólafsdóttir félagsráðgjafi og Ína Rós Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur.