Á kosningavef félagsmálaráðuneytisins www.kosningar.is eru komnar leiðbeiningar fyrir erlenda ríkisborgara vegna sveitarstjórnarkosninganna í maí 2006.
Leiðbeiningarnar, sem eru á 10 tungumálum, voru unnar í samstarfi við Fjölmenningarsetur og Alþjóðahúsið.
Á kosningavefnum má enn fremur nálgast ýmsar aðrar upplýsingar tengdar kosningunum.
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands verða rúmlega 4.000 erlendir ríkisborgarar af yfir 100 þjóðernum með kosningarétt í sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Flestir koma þeir frá Póllandi og Danmörku.