Komin er út á DVD diski myndin "Hugarhvarf - lífið heldur áfram með heilabilun".
Höfundar handrits eru Berglind Magnúsdóttir sálfræðingur á öldrunarsviði LSH, Guðrún Hildur Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur
og kennslustjóri sjúkraliðabrautar heilbrigðisskóla Fjölbrautaskólans Ármúla og Þórunn Bára Björnsdóttir
sjúkraþjálfari á öldrunarsviði LSH.
Leikarar í myndinni eru Kristbjörg Kjeld og Gísli Alfreðsson.
Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum (RHLÖ) sér um dreifingu á myndinni. Það er hægt að panta hana í síma 543 9898 eða á netfanginu halldbj@landspitali.is. Myndin er eingöngu á DVD og kostar kr. 4000.-
Kvikmyndataka: Friðþjófur Helgason og Jón Karl Helgason
Hljóðupptaka: Páll Steingrímsson
Förðun: Ragna Fossberg
Fatnaður: Þórunn Sveinsdóttir
Þulur: Arnar Jónsson
Frumsamin tónlist: Barði Jóhannesson
Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson
Framleiðandi: KVIK
Pálmi V. Jónsson sviðsstjóri lækninga á öldrunarsviði LSH og dósent við læknadeild Háskóla Íslands
*
"Fjöldi þeirra sem greinast með heilabilun og þurfa á umönnun fer vaxandi í íslensku
þjóðfélagi. Heilabilun er langvinnur, ólæknandi stigvaxandi hrörnunarsjúkdómur í
heila, sem leggst á minni og æðri hugsun og gerir fólk að lokum algerlega háð
umönnunaraðila.
Fræðsla til ættingja og umönnunaraðila er mikilvæg til þess að viðhalda lífsgæðum
þeirra sem greinast með heilabilun. Aukin þekking minnkar fordóma og eykur líkur
á að fólk finni sig hæfara til þess að sinna heilabiluðum. Myndin er ætluð bæði
leiknum og lærðum til að auka skilning á umönnun heilabilaðra, styrkja þá og gefa
hugmynd um góð og árangursrík samskipti við ástvin sinn eða skjólstæðing."
*
"Myndin "Hugarhvarf - lífið heldur áfram með heilabilun" er í senn raunsönn, fagleg
og listræn. Þeir sjúkdómar sem valda minnisskerðingu og annarri vitrænni skerðingu
eru langvinnir og hafa mörg stig. Lífið heldur vissulega áfram og því fylgja gleði og
sorgir eins og ævinlega. Myndin sýnir glögglega að bæði sjúklingar og aðstandendur
geta sótt margvíslegan stuðning en hún höfðar einnig til starfsfólks. Myndin getur
hjálpað starfsfólki að leiðrétta fyrirfram gefnar hugmyndir og gefur ýmis ráð um það
hvernig best er að vinna með sjúklingum svo að báðum líði vel. Allir þeir sem hafa
unnið að gerð þessarar myndar eiga þakkir skyldar fyrir frábært framlag."
*