Linn Getz trúnaðarlæknir á LSH fær vísindaverðlaun norska læknafélagsins fyrir bestu vísindagrein sem skrifuð var af norskri konu í læknastétt árið 2005, svonefnd Marie Spångberg pris. Greinin nefnist "Estimating the high risk for cardiovascular disease in the Norwegian HUNT 2 population according to the 2003 European guidelines: modelling study." (BMJ 2005;331;551) - smellið hér.
Greinin er hluti af doktorsverkefni Linn Getz sem ber heitið "Sustainable and responsible preventive medicine. Conceptualising ethical dilemmas arising from clinical implementation of advancing medical technology"(Haldbær og ábyrg fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta).
Til stendur að doktorsvörnin verði í Noregi í júni 2006.
Marie Spångberg verðlaunin eru árlega veitt "þeirri norsku konu í læknastétt
sem birt hefur bestu og þýðingarmestu vísindagreinina í norsku eða
alþjóðlegu læknisfræðitímariti síðastliðið almanaksár."
Verðlaunin verða afhent við opnun landstjórnarfundar Norska læknafélagsins
í Osló 10 maí næstkomandi. Þau nema 30.000 norskum krónum.
Verðlaunasjóður Marie Spångbeg var stofnaður árið 1993 af landsstjórn Læknafélags Noregs í tilefni af því
að 100 ár voru liðin síðan Spångberg varð fyrsta konan í Noregi læknastétt. Markmið sjóðsins er
að hvetja konur í læknastétt til dáða á vísindasviði.
Greinin er hluti af doktorsverkefni Linn Getz sem ber heitið "Sustainable and responsible preventive medicine. Conceptualising ethical dilemmas arising from clinical implementation of advancing medical technology"(Haldbær og ábyrg fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónusta).
Til stendur að doktorsvörnin verði í Noregi í júni 2006.
Marie Spångberg verðlaunin eru árlega veitt "þeirri norsku konu í læknastétt
sem birt hefur bestu og þýðingarmestu vísindagreinina í norsku eða
alþjóðlegu læknisfræðitímariti síðastliðið almanaksár."
Verðlaunin verða afhent við opnun landstjórnarfundar Norska læknafélagsins
í Osló 10 maí næstkomandi. Þau nema 30.000 norskum krónum.
Verðlaunasjóður Marie Spångbeg var stofnaður árið 1993 af landsstjórn Læknafélags Noregs í tilefni af því
að 100 ár voru liðin síðan Spångberg varð fyrsta konan í Noregi læknastétt. Markmið sjóðsins er
að hvetja konur í læknastétt til dáða á vísindasviði.