Ársfundur LSH 2006
í Ými við Skógarhlíð 27. apríl
Ávarp Pálma Ragnars Pálmasonar formanns stjórnarnefndar
Ráðherrar, núverandi og fyrrverandi, aðrir góðir gestir, ágæta starfsfólk!
Fyrir hönd stjórnarnefndar býð ég ykkur velkomin til þessa ársfundar Landspítala - háskólasjúkrahúss 2006.
"Það er stórt orð Hákot" var einhvern tímann sagt. Það er mikið nafn Landspítali að ekki sé minnst á viðbótina háskólasjúkrahús.
Landspítala þekkja allir landsmenn sem komnir eru til vits og ára, jafnt þeir sem hér eru bornir og barnfæddir sem nýbúar trúi ég.
Líklega eru ekki margar stofnanir á byggðu bóli sem geta státað af slíku.
Og allir á landinu hygg ég að viti hvar Landspítalann er að finna þegar þörf krefur.
Það liggur í hlutarins eðli að um starfsemi á slíkri stofnun ríki ekki einhugur og ekki síst í ljósi þess sem hér fer fram.
Auk þess fjölda sem hér starfar er starfsemin um margt tilfinningaþrungin, allt að því öfgar í gleði og sorg.
ó mun það álit nokkuð samdóma og einhlítt að flest sem máli skiptir sé hér vel gert, gjarnan afburðavel, þótt hitt þekkist því miður einnig.
Nú geta fleiri ljóslega glaðst, því meira að segja rekstur LSH var fjárhagslega jákvæður á sl. ári.
Einhvern tímann hefði slíkt þótt saga til næsta bæjar, jafnvel næstu sóknar.
Og þessi árangur náðist jafnvel þótt ýmsum aðgerðum hafi fjölgað og biðlistar styst.
En slíkt gerist þó hvorki átaka- né áreynslulaust. Starfsmenn, háir sem lágir, hafa lagt mjög mikið á sig til þess að þetta markmið næðist.
Sumir segja reyndar að svo langt hafi verið seilst og svo nærri fólki gengið að þolmörkum sé náð,
þ.e.a.s. að verði gengið öllu lengra minnki ágæti þjónustunnar og þar með öryggi hennar og árangur.
En hvaða mælikvarða á að setja á árangur? Þeir sem flest meta í krónum og aurum velkjast ekki í vafa,
a.m.k. meðan ekki brennur heitt á þeim sjálfum, en við hin erum ekki jafnörugg.
Ágæti þjónustu er einnig mælikvarði, stytting biðlista er ótvíræður mælikvarði, líklega hvort tveggja gagnvart sjúklingum og þjóðhagslega,
ánægja starfsfólks er mælikvarði og margt fleira mætti tína til. Sumir segðu eflaust að svokallaðar ytri aðstæður, gengisþróun og þess háttar,
hefðu verið spítalanum jákvæðar. Og kannski náðist þessi fjármunalegi árangur á kostnað þess að eitthvað sem metið var minna mikilvægt
en annað var látið bíða. Án þess að vilja vera með úrtölur og bölmóð eða að nokkru leyti draga úr þeim stórkostlega árangri sem náðst hefur
í rekstrinum eru þar ljóslega ótal margir áhrifaþættir, mismunandi viðráðanlegir, innan LSH. Þannig má t.d. benda á gengisþróun.
Lauslega áætlað miðað við að 30% rekstrarkostnaðar séu gengisháð og gengi ÍSK lækki um 20% þá hækkar rekstrarkostnaður um 6 %
sem er hátt í 2 milljarðar. Mikilvægt er að fjárveitingavaldið taki tillit til þessa.
Nokkuð hefur verið rætt um mistök? Allir gera mistök einhvern tímann. En líkur á slíkum minnka að öðru jöfnu sé rúmur tími til athafna
og komi fleiri en einn að máli. Þannig má leiða líkur að því að aukið álag, bæði andlegt og líkamlegt, af völdum manneklu stuðli að mistökum.
Vissulega eru skilgreind verkferli innan spítalans sem taka vonandi til allra helstu aðstæðna sem upp kunna að koma
en alltaf má gera betur. Í ljósi umræðna um þessi mál er trúlega æskilegt að staðan innan LSH verði kynnt nánar,
bæði innan spítalans og utan hans.
En hver eru viðhorf starfsfólks og annarra til spítalans? Þótt, eins og áður var nefnt, sjónarmiðin séu mörg og misjöfn
held ég að í heild megi telja að álit utanaðkomandi á spítalanum sé jákvætt. Öðru máli gegnir líklega innan spítalans,
þar ríkir sem kunnugt er síst einhugur. Á hinn bóginn held ég að hér vilji allir stofnuninni vel og veg hennar sem mestan og bestan.
Menn greinir hins vegar á um leiðir að markinu sem auðvitað er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt enda ekkert endanlegt í síbreyttum heimi.
Framtíðin er sem betur fer óræð í besta falli. Stefnan er þó ljós m.a. sbr. plaggið "Stefnumótun 2006".
Metnaður til ágætis í hvívetna í fyrirrúmi leyfi ég mér að fullyrða og spítalanum til sóma.
Ég mun ekki ræða nýbyggingarmál hér heldur leyfi ég mér að nefna að mismikið liggur á að nýjar einingar spítalans verði að veruleika.
Kannski þarf spítalinn jafnframt í framtíðinni að hyggja að fleiri heilbrigðisþáttum en nú svo sem forvörnum
og því sem nú kallast óhefðbundnar lækningar, auk þess sem tryggja þarf að þeir sem fengið hafa úrlausn sinna mála
en geta ekki snúið aftur til síns heima eigi öruggt athvarf á viðeigandi stað.
Sitthvað fleira og eflaust mikilvægara ætti ég að tíunda hér sem ég hef annað hvort ekki haft hug á eða gleymt.
Einsýnt er að með samstilltu átaki varð rekstur LSH með þeim ágætum sl. ár sem raun ber vitni og fyrir það vil ég þakka kærlega öllum sem að komu.
Stofnunin Landspítali á að mínu álita að vera framsækin en standa þó vörð um þau gildi er máli skipta og muna sinn uppruna.
Ef ég ætti að velja spítalanum einkunnarorð vildi ég leyfa mér í þeim að gera eftirfarandi vísur Stephans G. að mínum:
Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað
vinur aftansólar sértu
sonur morgunroðans vertu.
og áfram:
Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bjóða
hvassan skilning haga hönd
hjartað sanna og góða.
Ég þakka gott hljóð.
í Ými við Skógarhlíð 27. apríl
Ávarp Pálma Ragnars Pálmasonar formanns stjórnarnefndar
Ráðherrar, núverandi og fyrrverandi, aðrir góðir gestir, ágæta starfsfólk!
Fyrir hönd stjórnarnefndar býð ég ykkur velkomin til þessa ársfundar Landspítala - háskólasjúkrahúss 2006.
"Það er stórt orð Hákot" var einhvern tímann sagt. Það er mikið nafn Landspítali að ekki sé minnst á viðbótina háskólasjúkrahús.
Landspítala þekkja allir landsmenn sem komnir eru til vits og ára, jafnt þeir sem hér eru bornir og barnfæddir sem nýbúar trúi ég.
Líklega eru ekki margar stofnanir á byggðu bóli sem geta státað af slíku.
Og allir á landinu hygg ég að viti hvar Landspítalann er að finna þegar þörf krefur.
Það liggur í hlutarins eðli að um starfsemi á slíkri stofnun ríki ekki einhugur og ekki síst í ljósi þess sem hér fer fram.
Auk þess fjölda sem hér starfar er starfsemin um margt tilfinningaþrungin, allt að því öfgar í gleði og sorg.
ó mun það álit nokkuð samdóma og einhlítt að flest sem máli skiptir sé hér vel gert, gjarnan afburðavel, þótt hitt þekkist því miður einnig.
Nú geta fleiri ljóslega glaðst, því meira að segja rekstur LSH var fjárhagslega jákvæður á sl. ári.
Einhvern tímann hefði slíkt þótt saga til næsta bæjar, jafnvel næstu sóknar.
Og þessi árangur náðist jafnvel þótt ýmsum aðgerðum hafi fjölgað og biðlistar styst.
En slíkt gerist þó hvorki átaka- né áreynslulaust. Starfsmenn, háir sem lágir, hafa lagt mjög mikið á sig til þess að þetta markmið næðist.
Sumir segja reyndar að svo langt hafi verið seilst og svo nærri fólki gengið að þolmörkum sé náð,
þ.e.a.s. að verði gengið öllu lengra minnki ágæti þjónustunnar og þar með öryggi hennar og árangur.
En hvaða mælikvarða á að setja á árangur? Þeir sem flest meta í krónum og aurum velkjast ekki í vafa,
a.m.k. meðan ekki brennur heitt á þeim sjálfum, en við hin erum ekki jafnörugg.
Ágæti þjónustu er einnig mælikvarði, stytting biðlista er ótvíræður mælikvarði, líklega hvort tveggja gagnvart sjúklingum og þjóðhagslega,
ánægja starfsfólks er mælikvarði og margt fleira mætti tína til. Sumir segðu eflaust að svokallaðar ytri aðstæður, gengisþróun og þess háttar,
hefðu verið spítalanum jákvæðar. Og kannski náðist þessi fjármunalegi árangur á kostnað þess að eitthvað sem metið var minna mikilvægt
en annað var látið bíða. Án þess að vilja vera með úrtölur og bölmóð eða að nokkru leyti draga úr þeim stórkostlega árangri sem náðst hefur
í rekstrinum eru þar ljóslega ótal margir áhrifaþættir, mismunandi viðráðanlegir, innan LSH. Þannig má t.d. benda á gengisþróun.
Lauslega áætlað miðað við að 30% rekstrarkostnaðar séu gengisháð og gengi ÍSK lækki um 20% þá hækkar rekstrarkostnaður um 6 %
sem er hátt í 2 milljarðar. Mikilvægt er að fjárveitingavaldið taki tillit til þessa.
Nokkuð hefur verið rætt um mistök? Allir gera mistök einhvern tímann. En líkur á slíkum minnka að öðru jöfnu sé rúmur tími til athafna
og komi fleiri en einn að máli. Þannig má leiða líkur að því að aukið álag, bæði andlegt og líkamlegt, af völdum manneklu stuðli að mistökum.
Vissulega eru skilgreind verkferli innan spítalans sem taka vonandi til allra helstu aðstæðna sem upp kunna að koma
en alltaf má gera betur. Í ljósi umræðna um þessi mál er trúlega æskilegt að staðan innan LSH verði kynnt nánar,
bæði innan spítalans og utan hans.
En hver eru viðhorf starfsfólks og annarra til spítalans? Þótt, eins og áður var nefnt, sjónarmiðin séu mörg og misjöfn
held ég að í heild megi telja að álit utanaðkomandi á spítalanum sé jákvætt. Öðru máli gegnir líklega innan spítalans,
þar ríkir sem kunnugt er síst einhugur. Á hinn bóginn held ég að hér vilji allir stofnuninni vel og veg hennar sem mestan og bestan.
Menn greinir hins vegar á um leiðir að markinu sem auðvitað er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt enda ekkert endanlegt í síbreyttum heimi.
Framtíðin er sem betur fer óræð í besta falli. Stefnan er þó ljós m.a. sbr. plaggið "Stefnumótun 2006".
Metnaður til ágætis í hvívetna í fyrirrúmi leyfi ég mér að fullyrða og spítalanum til sóma.
Ég mun ekki ræða nýbyggingarmál hér heldur leyfi ég mér að nefna að mismikið liggur á að nýjar einingar spítalans verði að veruleika.
Kannski þarf spítalinn jafnframt í framtíðinni að hyggja að fleiri heilbrigðisþáttum en nú svo sem forvörnum
og því sem nú kallast óhefðbundnar lækningar, auk þess sem tryggja þarf að þeir sem fengið hafa úrlausn sinna mála
en geta ekki snúið aftur til síns heima eigi öruggt athvarf á viðeigandi stað.
Sitthvað fleira og eflaust mikilvægara ætti ég að tíunda hér sem ég hef annað hvort ekki haft hug á eða gleymt.
Einsýnt er að með samstilltu átaki varð rekstur LSH með þeim ágætum sl. ár sem raun ber vitni og fyrir það vil ég þakka kærlega öllum sem að komu.
Stofnunin Landspítali á að mínu álita að vera framsækin en standa þó vörð um þau gildi er máli skipta og muna sinn uppruna.
Ef ég ætti að velja spítalanum einkunnarorð vildi ég leyfa mér í þeim að gera eftirfarandi vísur Stephans G. að mínum:
Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað
vinur aftansólar sértu
sonur morgunroðans vertu.
og áfram:
Þitt er menntað afl og önd
eigirðu fram að bjóða
hvassan skilning haga hönd
hjartað sanna og góða.
Ég þakka gott hljóð.