Landspítali - háskólasjúkrahús annars vegar og eftirtalin aðildarfélög BHM o.fl. hafa í dag undirritað sameiginlegan stofnanasamning sín á milli.
Þau stéttarfélög sem um er að ræða eru: Félag geislafræðinga, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Iðjuþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, Ljósmæðrafélag Íslands, Félag lífeindafræðinga, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa, Stéttarfélag sjúkraþjálfara, Útgarður félag háskólamanna og Þroskaþjálfafélag Íslands sem öll eiga aðild að Bandalagi háskólamanna og Stéttarfélag verkfræðinga ásamt Kjarafélagi Tæknifræðingafélags Íslands sem eru utan bandalagsins. Tvö aðildarfélög BHM sem eru með félagsmenn á LSH standa utan við samkomulag þetta, þ.e. Félag ísl. náttúrufræðinga og Stéttarfélag sálfræðinga.
Það er nýjung að stéttarfélög sameinist um stofnanasamning með þeim hætti sem hér um ræðir en miðlægir kjarasamningar sem gerðir voru fyrir rúmu ári síðan gerðu ráð fyrir þessu fyrirkomulagi.
Með samningi þessum er launasetning allra viðkomandi starfsmanna, samtals rúmlega 1700 manns, færð færð inn í eina sameiginlega launatöflu, í stað 13 áður. Hin nýja tafla er án lífaldursþrepa og án rammaskiptingar eldri taflna. Þá verður launaröðun byggð á sameiginlegu röðunarkerfi sem að hluta til er byggt á starfaflokkun sem gilt hefur hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum.
Þar sem um viðamikla kerfisbreytingu er að ræða er gert ráð fyrir að unnið verði áfram að aðlögun hópsins að hinu nýja kerfi og þann 1. maí 2007 komi viðbjótarfjárveiting til stofnunarinnar til að styðja enn frekar hina nýju kerfisbreytingu.
Hér eru um merkan áfanga að ræða þar sem samræma þurfti ólík sjónarmið mismunandi hópa/félaga til að ná samningi þessum. Talsmenn og fulltrúar viðkomandi stéttarfélaga innan LSH hafa unnið mikið og gott starf til að ná þessum mikilvæga áfanga.
Samningurinn er á vef skrifstofu starfsmannamála undir liðnum stofnanasamningar.
Myndir:
Fjöldi fólks í samstarfsnefndum spítalans og stéttarfélaganna í
BHM samflotinu vann að samningnum sem nú liggur fyrir undirritaður.
Erna Einarsdóttir sviðsstjóri starfsmannamála og
Helga Birna Ingimundardóttir hagfræðingur Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga undirrituðu samninginn. Ernu á hægri hönd eru
Oddur Gunnarsson lögfræðingur á skrifstofu starfsmannamála
á LSH og Guðbjörg Pálsdóttir aðstoðarmaður framkvæmdastjóra
hjúkrunar á LSH. Helgu Birnu á vinstri hönd eru
Kristín Hafsteinsdóttir formaður Félags lífeindafræðinga
og Þóroddur Þórarinsson varaformaður Þroskaþjálfafélags
Íslands.
Þau stéttarfélög sem um er að ræða eru: Félag geislafræðinga, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Iðjuþjálfafélag Íslands, Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga, Ljósmæðrafélag Íslands, Félag lífeindafræðinga, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði, Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa, Stéttarfélag sjúkraþjálfara, Útgarður félag háskólamanna og Þroskaþjálfafélag Íslands sem öll eiga aðild að Bandalagi háskólamanna og Stéttarfélag verkfræðinga ásamt Kjarafélagi Tæknifræðingafélags Íslands sem eru utan bandalagsins. Tvö aðildarfélög BHM sem eru með félagsmenn á LSH standa utan við samkomulag þetta, þ.e. Félag ísl. náttúrufræðinga og Stéttarfélag sálfræðinga.
Það er nýjung að stéttarfélög sameinist um stofnanasamning með þeim hætti sem hér um ræðir en miðlægir kjarasamningar sem gerðir voru fyrir rúmu ári síðan gerðu ráð fyrir þessu fyrirkomulagi.
Með samningi þessum er launasetning allra viðkomandi starfsmanna, samtals rúmlega 1700 manns, færð færð inn í eina sameiginlega launatöflu, í stað 13 áður. Hin nýja tafla er án lífaldursþrepa og án rammaskiptingar eldri taflna. Þá verður launaröðun byggð á sameiginlegu röðunarkerfi sem að hluta til er byggt á starfaflokkun sem gilt hefur hjá hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum.
Þar sem um viðamikla kerfisbreytingu er að ræða er gert ráð fyrir að unnið verði áfram að aðlögun hópsins að hinu nýja kerfi og þann 1. maí 2007 komi viðbjótarfjárveiting til stofnunarinnar til að styðja enn frekar hina nýju kerfisbreytingu.
Hér eru um merkan áfanga að ræða þar sem samræma þurfti ólík sjónarmið mismunandi hópa/félaga til að ná samningi þessum. Talsmenn og fulltrúar viðkomandi stéttarfélaga innan LSH hafa unnið mikið og gott starf til að ná þessum mikilvæga áfanga.
Samningurinn er á vef skrifstofu starfsmannamála undir liðnum stofnanasamningar.
Myndir:
Fjöldi fólks í samstarfsnefndum spítalans og stéttarfélaganna í
BHM samflotinu vann að samningnum sem nú liggur fyrir undirritaður.
Erna Einarsdóttir sviðsstjóri starfsmannamála og
Helga Birna Ingimundardóttir hagfræðingur Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga undirrituðu samninginn. Ernu á hægri hönd eru
Oddur Gunnarsson lögfræðingur á skrifstofu starfsmannamála
á LSH og Guðbjörg Pálsdóttir aðstoðarmaður framkvæmdastjóra
hjúkrunar á LSH. Helgu Birnu á vinstri hönd eru
Kristín Hafsteinsdóttir formaður Félags lífeindafræðinga
og Þóroddur Þórarinsson varaformaður Þroskaþjálfafélags
Íslands.