Vísindaráð Landspítala - háskólasjúkrahúss stendur fyrir vísindadögum LSH 18. og 19. maí 2006
með fyrirlestrum, veggspjaldakynningum á rannsóknarverkefnum starfsfólks sjúkrahússins
og afhendingu vísindastyrkja og viðurkenninga fyrir vísindastörf.
Fyrri daginn verður dagskrá í Hringsal þar sem aðalfyrirlesari er Hannes Pétursson prófessor og sviðsstjóri á geðsviði LSH.
Styrkjum úr Vísindasjóði LSH verður úthlutað, tilkynnt um vísindamann ársins á LSH og ungum vísindamanni á sjúkrahúsinu veitt viðurkenning.
Seinni daginn verður veggspjaldasýning í K-byggingu sem verður þar í nokkra daga.
Allir eru velkomnir á viðburði vísindadaganna.
Fimmtudagur 18. maí – Hringsalur
Fundarstjóri: Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir yfirlæknir
Kl. 13:00-13:05 | Setning Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir |
|
Kl. 13:05-13:15 | Stutt ávarp Gísli H. Sigurðsson prófessor og yfirlæknir, formaður vísindaráðs LSH |
|
Kl. 13:15-14:05 | Fyrirlestur: Rannsóknir á geðrofssjúkdómum - Þróun, staða og horfur Hannes Pétursson prófessor og sviðsstjóri á geðsviði LSH |
|
Kl. 14:05-14:20 | Ungur vísindamaður ársins á LSHtilnefndur og verðlaun afhent Vísindamaðurinn heldur stutt erindi um rannsóknarverkefni sitt |
|
Kl. 14:20-14:40 | Kaffihlé | |
Kl. 14:40-15:20 | Tilkynnt um vísindamann ársins á LSH Stutt ágrip af starfsferilsskrá og afhending viðurkenningar Vísindamaður ársins flytur fyrirlestur um niðurstöður rannsókna sinna |
|
Kl. 15:20-16:00 | Úthlutun styrkja úr Vísindasjóði LSH Magnús Pétursson forstjóri og formaður stjórnar Vísindasjóðs LSH afhendir styrki úr sjóðnum |
|
Fundarslit |
Föstudagur 19. maí 2006 – K-bygging við Hringbraut
Veggspjaldasýning
Kl. 13:00 | Setning Kristján Erlendsson framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar á LSH |
|
Kl. 13:00-16:00 | Veggspjaldasýning Kl. 15:00-16:00 Höfundar veggspjalda verða á staðnum og kaffi á boðstólum |
|
Einnig í K-byggingunni
|