Valgarður Sigurðsson doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands hlaut viðurkenningu fyrir besta vísindaframlagið á ársþingi dönsku krabbameinssamtakanna sem haldið var föstudaginn 5 maí 2006.
Valgarður hlaut viðurkenninguna fyrir veggspjaldakynningu á rannsóknum sínum sem fjalla um hlutverk æðaþels í þroskun og sérhæfingu þekjuvefsfrumna í brjóstkirtli.
Helstu niðurstöður rannsóknanna benda til þess að æðaþelsfrumur í brjóstkirtli spili lykilhlutverk í sérhæfingu stofnfrumna og stuðli einnig að umbreytingu þeirra við framgang æxlisvaxtar í brjóstkirtli.
Skilningur á þroskun stofnfrumna í vefjum og hvað fer úrskeiðis í þessu þroskaferli í krabbameinsmyndun er mikilvægt til að auka skilning á krabbameinsmyndun.
Verkefnið er unnið á blóðmeinafræðideild LSH og hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Leiðbeinendur Valgarðs eru Þórarinn Guðjónsson sérfræðingur við læknadeild HÍ og verkefnastjóri við blóðmeinafræðideild LSH og Magnús Karl Magnússon sérfræðingur við blóðmeinafræðideild LSH.
Verkefnið er styrkt af Öndvegisstyrk Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, Minningarsjóði Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson og European Science Foundation
Valgarður hlaut viðurkenninguna fyrir veggspjaldakynningu á rannsóknum sínum sem fjalla um hlutverk æðaþels í þroskun og sérhæfingu þekjuvefsfrumna í brjóstkirtli.
Helstu niðurstöður rannsóknanna benda til þess að æðaþelsfrumur í brjóstkirtli spili lykilhlutverk í sérhæfingu stofnfrumna og stuðli einnig að umbreytingu þeirra við framgang æxlisvaxtar í brjóstkirtli.
Skilningur á þroskun stofnfrumna í vefjum og hvað fer úrskeiðis í þessu þroskaferli í krabbameinsmyndun er mikilvægt til að auka skilning á krabbameinsmyndun.
Verkefnið er unnið á blóðmeinafræðideild LSH og hjá Krabbameinsfélagi Íslands.
Leiðbeinendur Valgarðs eru Þórarinn Guðjónsson sérfræðingur við læknadeild HÍ og verkefnastjóri við blóðmeinafræðideild LSH og Magnús Karl Magnússon sérfræðingur við blóðmeinafræðideild LSH.
Verkefnið er styrkt af Öndvegisstyrk Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, Minningarsjóði Ingibjargar Guðjónsdóttur Johnson og European Science Foundation