Rannsóknir á geðrofssjúkdómum - Þróun, staða og horfur" er yfirskrift fyrirlesturs Hannesar Péturssonar prófessor og sviðsstjóra lækninga á geðsviði LSH á Vísindum á vordögum sem hefjast á LSH í dag, fimmtudaginn 18. maí 2006. Fyrirlesturinn verður í Hringsal en þar hefst dagskrá kl. 13:00. Á henni verður einnig ávarp Gísla H. Sigurðssonar formanns vísindaráðs LSH, ungur vísindamaður ársins á LSH verður tilefndur og tilkynnt um vísindamann ársins á sjúkrahúsinu. Þessir vísindamenn fjalla um rannsóknir sínar. Að lokum verður úthlutað styrkjum úr Vísindasjóði LSH.
Á morgun, 19. maí, verður opnuð sýning á veggspjöldum með rannsóknarverkefnum starfsmanna á LSH í K-byggingu kl. 13:00. Höfundar veggspjaldanna verða á staðnum milli kl. 15:00 og 16:00 og boðið verður upp á kaffi.
Dagar vísindanna að hefjast á LSH
Það kemur í ljós við upphaf Vísinda á vordögum í dag, 18. maí 2006 í Hringsal, hver telst vísindamaður ársins á LSH og ungur vísindamaður ársins. Á dagskránni þar flytur Hannes Pétursson prófessor og sviðsstjóri fyrirlestur um rannsóknir á geðrofssjúkdómum.