Heiðursvísindamaður Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) á árinu 2006 er Gunnar Sigurðsson prófessor og yfirlæknir á efnaskipta- og innkirtlasjúkdómadeild LSH (f. 27.9. 1942. Hann var sæmdur þeirri viðurkenningu dagskrá Vísindum á vordögum á LSH 18. maí 2006 og flutti erindi um rannsóknir sínar.
Gunnar útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1968. Að loknu kandídatsári hóf hann framhaldsnám í Lundúnum,
fyrst við West Middlesex Hospital en síðar á Hammersmith Hospital, þar sem hann sérhæfði sig
í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Hann lauk doktorsprófi frá Lundúnarháskóla á árinu 1975 og
bar doktorsritgerð hans heitið Metabolic studies of apolipoprotein-B in human subjects.
Næstu tveimur árum varði Gunnar við frekari rannsóknir við háskólann í San Francisco
en fluttist að því búnu aftur til Íslands þar sem hann hefur starfað síðan,
lengst af sem eini yfirlæknirinn á lyfjadeild Borgarspítalans.
Hann varð prófessor við læknadeild Háskóla Íslands árið 1995.
Gunnar stofnaði m.a. beinþéttnimælingarstofu Sjúkrahúss Reykjavíkur árið 1995 og hefur haft umsjón með rekstri hennar.
Hann hefur verið leiðbeinandi við fjölda rannsóknarverkefna við læknadeild Háskóla Íslands,
ritað fjölda vísindagreina fyrir erlend tímarit, Læknablaðið svo og greinar ætlaðar almenningi.
Hann hefur einnig ritrýnt greinar fyrir ýmis tímarit, haldið fjölda fyrirlestra um niðurstöður eigin rannsókna og frá upphafi
verið einn af virkustu vísindamönnum á LSH, samhliða því að gegna fjölda trúnaðarstarfa fyrir spítalann,
Háskóla Íslands, Hjartavernd auk ýmissa annarra opinberra stofnana.