Í úrslitaþætti Idol stjörnuleitar ákváðu Stöð 2, OgVodafone og Síminn að efna til aukakosningar um eftirminnilegasta keppanda Idol 3 og rann ágóðinn til Barnaspítala Hringsins.
Stöð 2 valdi tvö atriði sem þóttu hvað eftirminnilegust, annars vegar frá tveimur félögum, þeim Arnari og Gunnari, sem sömdu lag og dans. Lagið var
DiscoNight og náði töluverðum vinsældum. Hitt atriðið var frá Benedikt VanHoof. Benedikt er Þjóðverji sem hefur búið á Íslandi um fjögurra ára skeið. Hann átti mjög eftirminnilegt atriði í áheyrnarprufum þegar hann
hneppti frá að ofan og í ljós kom stórt húðflúr af skjaldarmerki Íslands. Á úrslitakvöldinu söng Benedikt "Thank you for the Music" eftir ABBA.
Þjóðin virtist taka þessari aukakosningu í miðjum úrslitum vel og fóru leikar þannig að Benedikt VanHoof sigraði Arnar og Gunnar og Barnaspítali
Hringsins fékk ágóðann af tæplega 6900 atkvæðum.
Snorri Idol stjarna afhendi Barnaspítala Hringsins ávísun upp á 682.457 krónur ávísun í leikstofu barnaspítalans þann 22. maí 2006.
Sviðsstjórarnir á Barnaspítala Hringsins tóku við gjöfinni. Ásgeir Haraldsson og Anna Ólafía Sigurðardóttir. Þau sem komu færandi hendi voru Eva Magnúsdóttir (Símanum), Snorri Snorrason IDOL stjarna. Gísli Þorsteinsson (Og Vodafone) og Sigmar (Simmi) Vilhjálmsson frá IDOL stjörnuleit. |