Menntaskólinn í Reykjavík (MR) bar sigur úr bítum í Gefðu betur, keppni Og Vodafone og Blóðbankans í blóðgjöf milli framhaldsskólanna. Markmiðið með keppninni er að hvetja menntaskólanemendur til þess að gerast reglulegir blóðgjafar. Menntskælingar í MR gáfu oftast blóð af þeim skólum sem Blóðbankinn heimsótti veturinn 2005-2006. Blóðbankinn kemur tvisvar í hvern framhaldskóla yfir veturinn.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla hafði gefið flestar blóðgjafirnar framan af vetri en nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík fjölmenntu á vordögum og gáfu 36 MR-ingar blóð að lokum. Skólinn fékk því afhentan farandbikar sem verður í verðveislu skólans fram að næsta vori.
Framhaldsskólarnir keppast um að ,,Gefa betur". Rauða súlan segir til um hversu margar blóðgjafir voru
gefnar en bláa súlan segir til um fjölda þeirra sem gerðust blóðgjafar. Við fyrstu komu í Blóðbankann er
einungis tekið blóðsýni til rannsókna, eftir 2 vikur má viðkomandi gefa fyrstu blóðgjöf sína.
Blóðbankinn kemur tvisvar í hvern framhaldskóla yfir veturinn. Lengst af hafði Fjölbrautaskólinn við Ármúla flestar blóðgjafirnar, en nemenur í Menntaskólanum í Reykjavík fjölmenntu í Blóðbankann á vordögum og gáfu 36 MR-ingar blóð að lokum.
Sigurvegarar síðustu ára er Iðnskólinn í Hafnafirði og Menntaskólinn við Sund þar sem nemendur og kennarar gáfu flestar blóðeiningar (rauðasúlan).