"Skjólstæðingsmiðuð nálgun í heilbrigðisþjónustu - Á það við um mína þjónustu?" er yfirskrift þverfaglegrar vinnusmiðju sem Barbara O´Shea prófessor í iðjuþjálfun verður með, í samvinnu við Iðjuþjálfafélag Íslands, í hátíðarsalnum á Kleppi (iðjuþjálfunarhús) fimmtudaginn 8. júní 2006, kl. 13:00 til 16:00. Vinnusmiðjan verður samsett af fyrirlestrum og hópavinnu. Fjallað verður um hvernig mögulegt er að veita skjólstæðingsmiðaða þjónustu í heilbrigðiskerfinu sem er málefni er varðar alla heilbrigðisstarfsmenn.
Velt verður upp spurningum eins og..
· Er skjólstæðingurinn að fá bestu mögulegu þjónustu?
· Er hlustað á hans sjónarmið?
· Hefur hann eitthvað að segja um þá þjónustu sem hann fær?
Barbara O"Shea Professor Emerita við iðjuþjálfunarbraut Dalhousie University í Halifax í Kanada. Hún þróaði B.Sc. nám í iðjuþjálfun og síðar M.Sc. nám við sama háskóla auk þess sem hún var ráðgefandi við stofnun iðjuþjálfunarbrautar við Háskólann á Akureyri. Barbara hefur verið formaður kanadíska iðjuþjálfafélagsins og tekið virkan þátt í starfi þess. Hún hefur á síðari árum sinnt ráðgjöf víða um heim m.a. í Kenya, Japan og á Norðurlöndum.
Vinnusmiðjan er öllum opin.
Verð er 1000 krónur.
Hægt er að skrá sig á netfangið kristing@reykjalundur.is fyrir kl. 16:00 miðvikudaginn 7. júní 2006.