Fulltrúar Háskólans á Akureyri (HA) og Landspítala - háskólasjúkrahús (LSH) undirrituðu samstarfssamning um klíníska kennslu og leiðsögn nemenda er stunda nám við heilbrigðisdeild og um rannsóknir á heilbrigðissviði á Sólborg miðvikudaginn 7. júní 2006. Samningurinn myndar ramma um samskipti aðila. Stofnanirnar hafa átt farsæl samskipti síðan heilbrigðisdeild HA var stofnuð 1987. Með samningnum er verið að formbinda samstarf aðila varðandi klíníska kennslu og vettvangsnám nemenda sem og rannsóknarsamstarf nemenda og starfsmanna.
Að meðaltali hafa 45-60 nemendur heilbrigðisdeildar stundað klínískt nám árlega á LSH á hinum ýmsu sérsviðum, s.s. skurðlækningasviði, lyflækningasviðum, barnasviði og geðsviði. Fjölmargir starfsmenn LSH hafa um árabil komið að leiðsögn nemenda HA. Kennarar og nemendur hafa átt gott samstarf á sviði rannsókna við starfsfólk og sjúklinga LSH.
Að meðaltali hafa 45-60 nemendur heilbrigðisdeildar stundað klínískt nám árlega á LSH á hinum ýmsu sérsviðum, s.s. skurðlækningasviði, lyflækningasviðum, barnasviði og geðsviði. Fjölmargir starfsmenn LSH hafa um árabil komið að leiðsögn nemenda HA. Kennarar og nemendur hafa átt gott samstarf á sviði rannsókna við starfsfólk og sjúklinga LSH.