Framkvæmdanefnd um byggingu nýs Landspítala - háskólasjúkrahúss og skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar efna til kynningar- og umræðufundar um undirbúning og stöðu deildiskipulags nýs háskólasjúkrahúss við Hringbraut fimmtudaginn 15. júní 2006 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, kl. 17:30 til 19:00.
Dagskrá:
Ávarp og opnun verkefnavefs fyrir nýtt háskólasjúkrahús
Alfreð Þorsteinsson formaður framkvæmdanefndar
Undirbúningur og staða deiliskipulags
Salvör Jónsdóttir sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur
Kynning á vinningstillögu alþjóðlegrar samkeppni og fram komnar athugasemdir
Guðmundur Gunnarsson arkitekt
Næstu skref
Ingólfur Þórisson verkefnisstjóri framkvæmdanefndar
Að loknum framsöguerindum sitja fyrri svörum Alfreð Þorsteinsson formaður framkvæmdanefndar um byggingu nýs Landspítala - háskólasjúkrahúss, Guðmundur Gunnarsson arkitekt og fulltrúi vinningshafanna í skipulagssamkeppninni, Helga Bragadóttir skipulagsfulltrúi hjá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkur, Hrólfur Jónsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs Reykjavíkur og Ingólfur Þórisson verkefnisstjóri framkvæmdanefndar um byggingu nýs Landspítala - háskólasjúkrahúss.
Fundarstjóri er Jón Baldvin Halldórsson upplýsingafulltrúi LSH.