Rúmlega 70 manns tóku þátt í fjölskylduskokki Blóðbankans, sem fram fór í Laugardalnum í gær, miðvikudag. Hlaupið, sem er haldið í tilefni af Alþjóðlega blóðgjafardeginum, fór fram í annað sinn. Markmiðið með hlaupinu er að vekja athygli á Alþjóða blóðgjafardeginum (World Blood Donor Day) sem var haldinn í gær. Sá dagur er sameiginlegt verkefni Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Alþjóða Rauða krossins, Alþjóðasamtaka blóðgjafarfélaga og Alþjóðasamtaka blóðgjafar (International Society of Blood Transfusion).
Alþjóðlegi blóðgjafadagurinn 2006 - Fjölskylduskokkið
Rúmlega 70 manns tóku þátt í fjölskylduskokki Blóðbankans, sem fram fór í Laugardalnum