Unnin hefur verið skýrsla á vegum skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga (SFU) og skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar (SKVÞ) þar sem safnað hefur verið gögnum um beinan og óbeinan kostnað á LSH vegna menntunar- og vísindastarfa. Skýrslan byggist á umfangsmikilli gagnasöfnun þar sem að fjallað er um kostnað vegna kennslu nemenda í heilbrigðisvísindagreinum, kostnað sem oftast er tengdur framhaldsnámi svo og kostnað við vísindastörf starfsmanna Landspítala - háskólasjúkrahúss. Notuð eru erlend viðmið til þess að áætla aukinn rekstrarkostnað sjúkrahúss eins og Landspítala þar sem um er að ræða forystustofnun í kennslu, vísindum og þjónustu. Vitnað er til alþjóðlegrar umfjöllunar við slíkar aðstæður. Gagnasöfnunin á eftir að nýtast til frekari skoðunar og samanburðar við erlendar stofnanir og sem grunnur við kostnaðaráætlanir og sérstaka nálgun er varðar greiðslufyrirkomulag.
Skýrslan í heild - smellið hér
ATH! Skýrslan er frá 2006 en var uppfærð tveimur árum seinna með 2006 tölunum og sú útgáfa fæst með því að smella á hlekkinn.