"Ályktun
fundar stjórnarnefndar Landspítala - háskólasjúkrahúss sem haldinn var miðvikudaginn 5. júlí 2006.
Stjórnarnefnd LSH samþykkti 13. desember 2001 að stefna bæri að því að yfirmenn LSH sinntu eingöngu starfi innan spítalans. Stjórnarnefnd taldi m.a. að með sameiningu sjúkrahúsanna yrði umfang einstakra deilda og sérgreina það mikið að yfirmönnum yrði illkleift að sinna samtímis stjórnun stórrar deildar eða sérgreinar á spítalanum og rekstri læknastofu utan hans. Yfirmenn skyldu helga tíma sinn og starfskrafta því umfangsmikla starfi og ábyrgð sem felst í starfsskyldum yfirmanna á þessum stærsta vinnustað landsins. Slíkt er í samræmi við það sem alls staðar teljast góðir og árangursríkir stjórnunarhættir. Jafnframt þótti stjórnarnefnd sjálfsagt að starfandi yfirlæknar er á þeim tíma ráku eigin læknastofu fengju rúman tíma til aðlögunar að þessu breytta fyrirkomulagi. Samhliða hafa kjarasamningar lækna stutt við þessa stefnu spítalans með bættum kjörum þeirra er þannig helga sig störfum á spítalanum. Stjórnarnefnd taldi að hagsmunum sjúklinga og spítalans yrði best fyrir komið með þessu fyrirkomulagi og er það mat stjórnarnefndar að sá árangur sem náðst hefur í þjónustu og rekstri spítalans sé meðal annars þessu fyrirkomulagi að þakka.
Til upplýsingar eru nú 69 af 84 yfirlæknum á LSH í fullu starfi og hafa samið um lokun stofureksturs, hafi þeir haft hann með höndum, 4 yfirlæknar eru með hlutaráðningu vegna smæðar eininga þeirra, 10 án stjórnunarskyldu og hafa heimild til stofureksturs. Samningur gagnvart aðeins einum yfirlækni er ófrágenginn en unnið að honum. Af 316 sérfræðilæknum á LSH sem ekki gegna starfi yfirlæknis er 121 í fullu starfi þar en 195 sérfræðilæknar hafa ekki fulla starfsráðningu og reka margir þeirra læknastofu samhliða spítalastarfinu.
Undanfarið hafa sem kunnugt er fallið tveir ólíkir dómar þar sem LSH er talið hafa farið ólöglega fram gagnvart annars vegar yfirlækni sem sagt var upp yfirlæknisstarfi og hins vegar yfirlækni sem fékk breyttar starfsskyldur. Viðkomandi einstaklingar vildu ekki hætta rekstri læknastofa sinna þrátt fyrir það að þeir hygðust áfram sinna yfirlæknisstarfi á spítalanum. Rétt er að fram komi að þeim stóð til boða að starfa áfram á spítalanum samhliða eigin stofurekstri en þá sem sérfræðingar í viðkomandi sérgrein.
Í dómunum er ekki gengið gegn ofangreindri stefnu spítalans í ráðningarmálum yfirlækna. Þeir sýna hins vegar að meðferð starfsmannamála hjá hinu opinbera getur verið erfið úrlausnar. Lög um opinbera starfsmenn eru flókin og því vandmeðfarin.
Talsverð umræða hefur orðið í fjölmiðlum um mál þessi, yfirstjórnendum spítalans á tíðum ekki verið vandaðar kveðjurnar og niðurstöður dómstóla oft rangtúlkaðar. Spítalinn hefur forðast að ræða mál einstakra starfsmanna á opinberum vettvangi enda affarasælla ef hægt er að leysa slík mál innan veggja stofnunarinnar.
Stjórnarnefnd harmar hvernig mál þessi hafa þróast og ítrekar stuðning við stefnu spítalans um starfsskyldur yfirmanna LSH sem framfylgt hefur verið undanfarin ár. Stjórnarnefnd hvetur til þess að leitað verði allra leiða til að leysa úr ágreiningsefnum í góðu samstarfi við starfsmenn spítalans."
fundar stjórnarnefndar Landspítala - háskólasjúkrahúss sem haldinn var miðvikudaginn 5. júlí 2006.
Stjórnarnefnd LSH samþykkti 13. desember 2001 að stefna bæri að því að yfirmenn LSH sinntu eingöngu starfi innan spítalans. Stjórnarnefnd taldi m.a. að með sameiningu sjúkrahúsanna yrði umfang einstakra deilda og sérgreina það mikið að yfirmönnum yrði illkleift að sinna samtímis stjórnun stórrar deildar eða sérgreinar á spítalanum og rekstri læknastofu utan hans. Yfirmenn skyldu helga tíma sinn og starfskrafta því umfangsmikla starfi og ábyrgð sem felst í starfsskyldum yfirmanna á þessum stærsta vinnustað landsins. Slíkt er í samræmi við það sem alls staðar teljast góðir og árangursríkir stjórnunarhættir. Jafnframt þótti stjórnarnefnd sjálfsagt að starfandi yfirlæknar er á þeim tíma ráku eigin læknastofu fengju rúman tíma til aðlögunar að þessu breytta fyrirkomulagi. Samhliða hafa kjarasamningar lækna stutt við þessa stefnu spítalans með bættum kjörum þeirra er þannig helga sig störfum á spítalanum. Stjórnarnefnd taldi að hagsmunum sjúklinga og spítalans yrði best fyrir komið með þessu fyrirkomulagi og er það mat stjórnarnefndar að sá árangur sem náðst hefur í þjónustu og rekstri spítalans sé meðal annars þessu fyrirkomulagi að þakka.
Til upplýsingar eru nú 69 af 84 yfirlæknum á LSH í fullu starfi og hafa samið um lokun stofureksturs, hafi þeir haft hann með höndum, 4 yfirlæknar eru með hlutaráðningu vegna smæðar eininga þeirra, 10 án stjórnunarskyldu og hafa heimild til stofureksturs. Samningur gagnvart aðeins einum yfirlækni er ófrágenginn en unnið að honum. Af 316 sérfræðilæknum á LSH sem ekki gegna starfi yfirlæknis er 121 í fullu starfi þar en 195 sérfræðilæknar hafa ekki fulla starfsráðningu og reka margir þeirra læknastofu samhliða spítalastarfinu.
Undanfarið hafa sem kunnugt er fallið tveir ólíkir dómar þar sem LSH er talið hafa farið ólöglega fram gagnvart annars vegar yfirlækni sem sagt var upp yfirlæknisstarfi og hins vegar yfirlækni sem fékk breyttar starfsskyldur. Viðkomandi einstaklingar vildu ekki hætta rekstri læknastofa sinna þrátt fyrir það að þeir hygðust áfram sinna yfirlæknisstarfi á spítalanum. Rétt er að fram komi að þeim stóð til boða að starfa áfram á spítalanum samhliða eigin stofurekstri en þá sem sérfræðingar í viðkomandi sérgrein.
Í dómunum er ekki gengið gegn ofangreindri stefnu spítalans í ráðningarmálum yfirlækna. Þeir sýna hins vegar að meðferð starfsmannamála hjá hinu opinbera getur verið erfið úrlausnar. Lög um opinbera starfsmenn eru flókin og því vandmeðfarin.
Talsverð umræða hefur orðið í fjölmiðlum um mál þessi, yfirstjórnendum spítalans á tíðum ekki verið vandaðar kveðjurnar og niðurstöður dómstóla oft rangtúlkaðar. Spítalinn hefur forðast að ræða mál einstakra starfsmanna á opinberum vettvangi enda affarasælla ef hægt er að leysa slík mál innan veggja stofnunarinnar.
Stjórnarnefnd harmar hvernig mál þessi hafa þróast og ítrekar stuðning við stefnu spítalans um starfsskyldur yfirmanna LSH sem framfylgt hefur verið undanfarin ár. Stjórnarnefnd hvetur til þess að leitað verði allra leiða til að leysa úr ágreiningsefnum í góðu samstarfi við starfsmenn spítalans."