Fulltrúar Microsoft á Íslandi mættu með sjö hundruð þúsund króna ávísun á Barnaspítala Hringsins upp úr hádegi fimmtudaginn 6. júlí 2006.
Féð safnaðist á á golfmóti í vor.
Mótið var til styrktar spítalanum og runnu þátttökugjöldin í keppninni óskipt til Barnaspítala Hringsins.
Auk þess gaf Microsoft á Íslandi leikjatölvu (XBOX) og leiki.
Mynd: Elvar Steinn Þorkelsson framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi afhenti gjöfina. Við gjöfinni tóku Sigurður Kristjánsson yfirlæknir á bráðamóttöku barna, Ingileif Sigfúsdóttir deildarstjóri á bráðamóttöku barna og Elísabet Halldórsdóttir deildarstjóri á vökudeild.