Ráðin aðgerðastjóri á skurðdeild 12CD Hringbraut Svanhildur Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi aðgerðastjóra á skurðdeild 12CD við Hringbraut á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði frá 1. febrúar 2006 til tveggja ára. Ráðning hennar er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals. |
||
Ráðin hjúkrunardeildarstjóri á skurðdeild 12CD Hringbraut Erlín Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjóra á skurðdeild 12CD við Hringbraut á svæfinga-, gjörgæslu- og skurðstofusviði frá 1. maí 2006. Ráðning hennar er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals. |
||
Fastráðin hjúkrunardeildarstjóri á krabbameinslækningadeild 11E Steinunn Ingvarsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjó á krabbameinslækningadeild 11E á lyflækningasviði II frá 1. maí 2006 en hún var sett í stöðuna í september 2005. Ráðning hennar nú er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals. |
||
Ráðin hjúkrunardeildarstjóri á geislameðferðardeild 10K Guðrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjóra á geislameðferðardeild 10K á lyflækningasviði II frá 1. maí 2006. Ráðning hennar er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals. |
||
Ráðin hjúkrunardeildarstjóri á hjartadeild G Kristín Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjóra á hjartadeild G á lyflækningasviði I frá 1. maí 2006. Ráðning hennar er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals. |
||
Fastráðin hjúkrunardeildarstjóri á smitsjúkdómadeild A-7 Stefanía Arnardóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjóra á smitsjúkdómadeild A7 á lyflækningasviði I frá 1. maí 2006 en hún var sett í stöðuna í mars 2005. Ráðning hennar nú er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals. |
||
Ráðin hjúkrunardeildarstjóri á bráðamóttöku 10D við Hringbraut Anne Mette Pedersen hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin til að gegna starfi hjúkrunardeildarstjóra á bráðamóttöku 10D á slysa- og bráðasviði frá 1. júní 2006. Ráðning hennar er á grundvelli umsóknar um stöðuna, umfjöllunar í stöðunefnd hjúkrunarráðs LSH og viðtals. |
Nýir hjúkrunardeildarstjórar
Gengið hefur verið frá ráðningu sjö hjúkrunardeildarstjóra á LSH.