Í dag opnar ný vefsíða, www.stofnfrumur.is / www.stemcells.is, þar sem hægt verður að fræðast um stofnfrumur og fylgjast með því sem er að gerast á sviði stofnfrumurannsókna hér á landi og erlendis. Á forsíðu birtast daglega fréttir af gangi mála og umræðunni um stofnfrumur og tengt efni í heiminum í dag. Stofnfrumur.is er á vegum Blóðbankans.
Vefurinn á að vera fræðandi fyrir almenning jafnt sem heilbrigðisstarfsfólk og nýtast sem upplýsingamiðill á þessu sviði. Fjallað er um stofnfrumurannsóknir, siðfræði og lög sem tengjast stofnfrumum, hina nýju stofnfrumugjafaskrá og klíníska meðferð sem nú er farið að bjóða uppá á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og fleira.
Stofnfrumur hafa verið mikið í umræðunni á síðustu árum og hafa deilur staðið um rannsóknir á fósturstofnfrumum víða um heim. Á síðunni er hægt að lesa um ýmislegt sem tengist stofnfrumum og stofnfrumurannsóknum í stuttu og skýru máli en einnig er að finna ýtarefni þar sem farið er dýpra í hlutina.
Að auki er að finna stórt safn af tenglum á áhugavert efni, á tímarit, greinar, ritgerðir og fleira. Stofnfrumur.is er á vegum Blóðbankans í samstarfi við fjölmarga sem stunda stofnfrumurannsóknir hér á landi og erlendis.
Það efni og sú umfjöllun sem nú þegar er á vefsíðunni er engan vegin tæmandi, eðli málsins samkvæmt. Síðan er nú komin úr startholunum. Við tekur að hún þróist áfram eftir því sem meira af efni safnast í sarpinn, umræða um stofnfrumur eykst og rannsóknir á þeim fleygir fram.
Vefurinn á að vera fræðandi fyrir almenning jafnt sem heilbrigðisstarfsfólk og nýtast sem upplýsingamiðill á þessu sviði. Fjallað er um stofnfrumurannsóknir, siðfræði og lög sem tengjast stofnfrumum, hina nýju stofnfrumugjafaskrá og klíníska meðferð sem nú er farið að bjóða uppá á Landspítala - háskólasjúkrahúsi og fleira.
Stofnfrumur hafa verið mikið í umræðunni á síðustu árum og hafa deilur staðið um rannsóknir á fósturstofnfrumum víða um heim. Á síðunni er hægt að lesa um ýmislegt sem tengist stofnfrumum og stofnfrumurannsóknum í stuttu og skýru máli en einnig er að finna ýtarefni þar sem farið er dýpra í hlutina.
Að auki er að finna stórt safn af tenglum á áhugavert efni, á tímarit, greinar, ritgerðir og fleira. Stofnfrumur.is er á vegum Blóðbankans í samstarfi við fjölmarga sem stunda stofnfrumurannsóknir hér á landi og erlendis.
Það efni og sú umfjöllun sem nú þegar er á vefsíðunni er engan vegin tæmandi, eðli málsins samkvæmt. Síðan er nú komin úr startholunum. Við tekur að hún þróist áfram eftir því sem meira af efni safnast í sarpinn, umræða um stofnfrumur eykst og rannsóknir á þeim fleygir fram.