Framkvæmdastjórn LSH samþykkti í júlí 2006 endurskoðaðar reglur um ferli innkaupa, innkaupaheimildir, samþykktarákvæði o.fl.
Við endurskoðunina var leitast við að gera reglurnar einfaldari og skýrari.
Ábyrgð innkaupa er dreifstýrð að því leyti að svið/deildir bera ábyrgð á að innkaup þeirra rúmist innan fjárheimilda og/eða áætlana sem samþykktar hafa verið.
Innkaup spítalans eiga að því leyti sem framast er unnt að byggja á samningum, verðkönnunum og verðtilboðum sem leitað hefur verið eftir.
Innkaupa- og vörustjórnarsvið annast útboðs-, samninga- og tilboðsgerð fyrir öll svið spítalans sem leggja til tæknilýsingar sem nauðsynlegar eru hverju sinni.
Innkaupareglurnar eru á heimasíðu skrifstofu fjárreiðna og upplýsinga undir innkaupa- og vörustjórnunarsvið og á safnsíðunni "Reglur og leiðbeiningar" - smellið hér.