Þrjátíu og einn styrkur til klínískra gæðaverkefna á LSH var afhentur í Hringsal föstudaginn 18. ágúst 2006. Magnús Pétursson forstjóri afhenti styrkina.
Framkvæmdastjórn LSH ákvað í febrúar s.l. að úthluta 25 milljónum króna á árinu 2006 til þess að styrkja klínísk gæðaverkefni sem unnið væri að á spítalanum.
Sérstök nefnd var skipuð til þess að fjalla um umsóknir og velja styrkþega.
Alls barst 61 umsókn um styrk til gæðaverkefna. Upphæðin, sem sótt var um, var ríflega 103 milljónir króna. Nefndin valdi eftir umfjöllun sína 31 verkefni til þess að hljóta styrk til klínískra gæðaverkefna árið 2006.
Af miklum fjölda umsókna má sjá að öflugt gæðastarf er unnið á LSH. Á öllum sviðum er unnið að gæða- og umbótaverkefnum sem tengjast beint meðferð sjúklinga.
Í nefnd um klíníska gæðastyrki voru : Anna Stefánsdóttir, Bylgja Kærnested, Guðmundur K. Klemenzson, Vilhelmína Haraldsdóttir (tók sæti Jóhannesar M. Gunnarssonar) og Magna F. Birnir.
Við mat á umsóknum var fylgt þeim vinnureglum sem nefndin setti.
Í samræmi við gæðastefnu LSH var megin áhersla lögð á verkefni sem tengdust:
· Öflugri gæðavitund og markvissu eftirliti með meðhöndlun sjúklinga.
· Hámarksöryggi og markvissri áhættustjórnun.
· Upplýsingar til sjúklinga með það að markmiði að stuðla að þátttöku þeirra í meðferð.
Þá var einnig ákveðið að hafa til hliðsjónar að:
· Veita færri styrki en hærri upphæðir.
· Veita forgang þverfaglegum verkefnum þar sem fleiri en ein fagstétt tekur þátt í skipulögðum vinnuhópi um verkefnið.
· Veita styrki til verkefna sem geta talist frumgerðir (prótótýpur), þ.e. ástæða er til að ætla að verkferli og úrlausnir séu yfirfæranlegar á fleiri meðferðarform, starfsstöðvar eða vinnuferli innan LSH.
· Veita styrki til verkefna sem hægt er að ljúka, eða loka með áfangaskilum, á úthlutunartímabilinu sem er eitt ár frá úthlutun styrks.
Nefndin tók til umfjöllunar allar umsóknir sem bárust og nefndarmenn ákváðu í sameiningu forgang og styrkupphæð. Nefndin leitaði álits fjölmargra umsagnaraðila. Ákveðið var að veita ekki fé til húsnæðisbreytinga, tækjakaupa, ferða og uppihalds. Einnig var ákveðið að styrkja ekki nemaverkefni þar sem þau hafa annan skilgreindan farveg innan LSH. Verkefni sem höfðu fengið umtalsverða styrki frá öðrum aðilum lækkuðu í forgangi og einnig verkefni sem voru stutt á veg komin í fræðilegri mótun. Verkefni sem nefndin skilgreindi sem vísindaverkefni fengu ekki úthlutun né heldur verkefni sem vinna á að mestu leyti utan veggja LSH.
Framkvæmdastjórn LSH ákvað í febrúar s.l. að úthluta 25 milljónum króna á árinu 2006 til þess að styrkja klínísk gæðaverkefni sem unnið væri að á spítalanum.
Sérstök nefnd var skipuð til þess að fjalla um umsóknir og velja styrkþega.
Alls barst 61 umsókn um styrk til gæðaverkefna. Upphæðin, sem sótt var um, var ríflega 103 milljónir króna. Nefndin valdi eftir umfjöllun sína 31 verkefni til þess að hljóta styrk til klínískra gæðaverkefna árið 2006.
Af miklum fjölda umsókna má sjá að öflugt gæðastarf er unnið á LSH. Á öllum sviðum er unnið að gæða- og umbótaverkefnum sem tengjast beint meðferð sjúklinga.
Í nefnd um klíníska gæðastyrki voru : Anna Stefánsdóttir, Bylgja Kærnested, Guðmundur K. Klemenzson, Vilhelmína Haraldsdóttir (tók sæti Jóhannesar M. Gunnarssonar) og Magna F. Birnir.
Við mat á umsóknum var fylgt þeim vinnureglum sem nefndin setti.
Í samræmi við gæðastefnu LSH var megin áhersla lögð á verkefni sem tengdust:
· Öflugri gæðavitund og markvissu eftirliti með meðhöndlun sjúklinga.
· Hámarksöryggi og markvissri áhættustjórnun.
· Upplýsingar til sjúklinga með það að markmiði að stuðla að þátttöku þeirra í meðferð.
Þá var einnig ákveðið að hafa til hliðsjónar að:
· Veita færri styrki en hærri upphæðir.
· Veita forgang þverfaglegum verkefnum þar sem fleiri en ein fagstétt tekur þátt í skipulögðum vinnuhópi um verkefnið.
· Veita styrki til verkefna sem geta talist frumgerðir (prótótýpur), þ.e. ástæða er til að ætla að verkferli og úrlausnir séu yfirfæranlegar á fleiri meðferðarform, starfsstöðvar eða vinnuferli innan LSH.
· Veita styrki til verkefna sem hægt er að ljúka, eða loka með áfangaskilum, á úthlutunartímabilinu sem er eitt ár frá úthlutun styrks.
Nefndin tók til umfjöllunar allar umsóknir sem bárust og nefndarmenn ákváðu í sameiningu forgang og styrkupphæð. Nefndin leitaði álits fjölmargra umsagnaraðila. Ákveðið var að veita ekki fé til húsnæðisbreytinga, tækjakaupa, ferða og uppihalds. Einnig var ákveðið að styrkja ekki nemaverkefni þar sem þau hafa annan skilgreindan farveg innan LSH. Verkefni sem höfðu fengið umtalsverða styrki frá öðrum aðilum lækkuðu í forgangi og einnig verkefni sem voru stutt á veg komin í fræðilegri mótun. Verkefni sem nefndin skilgreindi sem vísindaverkefni fengu ekki úthlutun né heldur verkefni sem vinna á að mestu leyti utan veggja LSH.