Hópur stjórnenda frá Stradini háskólasjúkrahúsinu í Ríga í Lettlandi er í heimsókn á Landspítala - háskólasjúkrahúsi dagana 7. og 8. september 2006. Hópurinn er hingað kominn til þess að fræðast um starfsemi, rekstur og framtíðaráform LSH í þjónustu, byggingarmálum og tækni.
Sendinefndin var í dag, fimmtudag, á kynningarfundi um LSH á Eiríksstöðum.
Á morgun, föstudag, fer hópurinn meðal annars í heimsóknir á klínískar deildir á sjúkrahúsinu sem stjórnendur þeirra hafa skipulagt.
Formaður lettnesku sendinefndarinnar er Edvins Lietuvietis sem stýrir æðaskurðdeildinni á Stradini háskólasjúkrahúsinu.
Sendinefndin var í dag, fimmtudag, á kynningarfundi um LSH á Eiríksstöðum.
Á morgun, föstudag, fer hópurinn meðal annars í heimsóknir á klínískar deildir á sjúkrahúsinu sem stjórnendur þeirra hafa skipulagt.
Formaður lettnesku sendinefndarinnar er Edvins Lietuvietis sem stýrir æðaskurðdeildinni á Stradini háskólasjúkrahúsinu.