Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík (SSR) hefur tekið við þeirri starfsemi sem geðsvið LSH hefur verið með á Flókagötu 29-31.
Undirbúningur hófst fyrir um það bil ári að útskrifa þá 12 langveiku einstaklinga sem hafa verið innritaðir á sambýlið.
Á vormánuðum var ákveðið að SSR tæki við sambýlinu 1. september 2006 og hafa margir starfsmenn geðsviðs og svæðisskrifstofunnar unnið markvisst að því síðan að sú breyting yrði sem greiðust.
Starfsfólk Flókagötu, með aðstoð starfsmanna á Meðferðarheimilinu Laugarásvegi 71, skipulagði kvöldverðarboð þann 30 ágúst fyrir íbúa, nánustu aðstandendur þeirra og starfsmannahópinn. Fráfarandi deildarstjóri, Magnús Ólafsson, þakkaði þar íbúum sem og aðstandendum góðan stuðning í verkefninu og jákvætt hugarfar á tímabilinu og var sjálfum þakkað fyrir sitt framlag. Allir föstu starfsmennirnir 10 hverfa til annarra starfa og var óskað velfarnaðar í nýjum viðfangsefnum.
Íbúarnir 12 voru útskrifaðir af LSH að kvöldi 31. ágúst og að morgni 1. september tók við starfseminni nýr starfshópur frá SSR.
Mynd: Tímamót á Flókagötu 29-31. Neðri röð frá vinstri: Halldóra Guðmundsdóttir, Sólveig Knútsdóttir, Jensína Árnadóttir, Matthildur Ósk Matthíasdóttir. Efri röð frá vinstri: Þóra Þorgeirsdóttir, Magnús Finnur Jóhannsson, Daði Óskarsson, Sigrún Benediktsdóttir, Sólveig Helga Sigfúsdóttir, Magnús Ólafsson, Pétur Ingi Pétursson, Björg Karlsdóttir, Björn Steinar Pétursson, Guðbjörg Ágústa Sigurðardóttir.
Á myndina vantar Pál Ólafsson, Einar Ellert Björnsson, Ingu Magnúsdóttir og Sólrúnu Ósk Lárusdóttir.