Innskriftarmiðstöð (IMF) verður opnuð á Landspítala Fossvogi í dag, mánudaginn 18. september 2006
Hún er á göngudeild G-3, hæðinni fyrir ofan slysa- og bráðadeild.
Símanúmerið verður 543 2060.
Sími ritara innskriftarmiðstöðvarinnar, Sigríðar Kristjánsdóttur, er 543 2072.
Á innskriftarmiðstöð koma allir sem fara í valaðgerð á skurðlækningasviði í Fossvogi.
Byrjað verður með bæklunarlækningar og lýtalækningar.
Fyrirhugað var að innskrift fyrir háls-, nef- og eyrnadeild yrði einnig frá sama tíma en það frestast um sinn,
aðallega vegna skorts á deildarlæknum.
Stefnt er að því að heila- og taugaskurðlækningadeild og æðaskurðlækningadeild bætist eftir hálfan mánuð.
Innskriftir fyrir börn koma í kjölfarið þegar húsnæði hefur verið endurbætt.
Börn sem fara í bæklunaraðgerðir eiga þó að koma á innskriftarmiðstöðina frá byrjun.
Markmið með innskrift á innritunarmiðstöð:
· Auðvelda sjúklingi aðkomu og undirbúning fyrir valaðgerð.
· Tryggja öryggi sjúklings.
· Tryggja skilvirka þjónustu og að biðtími sjúklings verði sem stystur.
· Einfalda vinnu þess starfsfólks sem að innskrift kemur.
· Minnka álag á legudeildum.
Vinnutilhögun og greiðslur:
-Ritari innritunarmiðstöðvar sér um að útbúa gögn fyrir sjúkling og pantar rannsóknir sem sjúklingur á að fara í.
Fyrirmæli um þær gefur læknir í gegnum Orbitkerfið.
-Skjátafla á vinnuherbergi innritunarmiðstöðvar sýnir feril sjúklings, í hvaða rannsóknir og viðtöl hann fer.
-Allir sjúklingar sem til innritunarmiðstöðvar koma greiða fyrir innskrift. Greitt er fyrir rannsóknir og viðtöl.
Upphæðin fer eftir gjaldskrá LSH. Öll greiðsla er innt af hendi hjá riturum G-3.