Vetrardagskrá menningarhornsins í anddyri Barnaspítala Hringsins byrjar fimmtudaginn 26. október 2006.
Um leið verður opnuð myndlistarsýning frá "Listasmiðjunni Gagn og gaman" í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.
Athöfnin hefst kl. 12:15.
Dagskrá:
Unnur Helga Möller, nemandi við Nýja söngskólann ,,Hjartansmál", syngur við undirleik Raúl Jimenéz.
Á efnisskránni eru;
*Íslenskt vögguljóð á Hörpu (Jón Þórarinss./Halldór Kiljan Laxness)
*Brúðararían úr óperunni Ævintýrum Hoffmanns (Offenbach)
Ávarp: Anna Ólafía Sigurðardóttir, sviðsstjóri hjúkrunar.
Ávarp og formleg opnun myndlistarsýningar: Elísabet Þórisdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðarinnar Gerðubergi.
Þema sýningarinnar frá Listasmiðjunni Gagn og Gaman er: ,,Abstrakt".
Léttar veitingar fyrir framan leikstofuna á 1. hæð.