Magnús Pétursson forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss og Sigurbjörn Sveinsson formaður Læknafélags Íslands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu num byggingu nýs Landspítala við Hringbraut:
Að undanförnu hafa nokkur málefni í samskiptum Læknafélags Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss verið til opinberrar umfjöllunar. Þessi aðilar eiga eðli málsins samkvæmt mikil samskipti um mál er varða uppbyggingu læknisþjónustu og heilbrigðisvísinda í landinu. Að gefu tilefni þykir undirrituðum ástæða að lýsa yfir sameiginlegri afstöðu til byggingar nýs háskólasjúkrahúss, máls sem valdið hefur misskilningi meðal lækna, heilbrigðisstarfsfólks og almennings.
Því viljum við koma eftirfarandi á framfæri:
"Uppbygging Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut er afar mikilvægt skref til að viðhalda góðri heilbrigðisþjónustu í landinu. Því er það sameiginlegt keppikefli Læknafélags Íslands og Landspítala - háskólasjúkrahúss að þetta verkefni njóti fulls stuðnings stjórnvalda í landinu. Markmið með sameiningu Landspítala og sjúkrahúss Reykjavíkur árið 2000 voru m.a. að bæta úr brýnni þörf fyrir betri aðbúnað sjúklinga og starfsfólks og auka skilvirkni spítalans og frekari hagræðingu í rekstri. Þessum markmiðum verður ekki náð nema með byggingu nýs sjúkrahúss."