Samkvæmt helstu niðurstöðum þarfagreiningar verða 604 legurúm á nýjum Landspítala á Hringbrautarlóð, þar af 87 á geðdeildum en 517 á sómatískum legudeildum. Núna eru 212 sómatísk legurúm í Fossvogi og 267 við Hringbraut þannig að sómatískum rúmum þarf að fjölga um 38.
Til viðbótar þessu verður 80 rúma sjúkrahótel á Hringbrautarlóðinni.
Húsnæðisþörf heilbrigðisvísindadeilda Háskólans í nýju háskólasjúkrahúsi er samtals 35.000 fermetrar, samkvæmt þarfagreiningunni.
Hátt í þrjú hundruð starfsmenn Landspítala og Háskóla Íslands unnu að þarfagreiningunni í rúmlega 40 hópum.
Nánar á vefnum www.haskolasjukrahus.is