Planetree samtökin bandarísku hafa skilað framkvæmdanefnd um byggingu nýs háskólasjúkrahúss skýrslu um vinnu sína hér á landi með hópum sjúklinga, aðstandenda, starfsmanna, sjúkrahússins, stjórnmálamanna, félagasamtaka og einstaklinga. Tilgangur þeirrar vinnu var að leita eftir hugmyndum um það hvað fólk vildi helst sjá varðandi hönnun nýja háskólasjúkrahússins og hvað þyrfti helst að forðast. Efst á óskalistanum sem settur var saman var að á nýja sjúkrahúsinu yrðu einbýli með snyrtingu. Margt fleira var nefnt, svo sem hlýlegt og aðlaðandi umhverfi, góð aðstaða fyrir aðstandendur, gott aðgengi að upplýsingum, bílastæðamál, góður og fjölbreyttur matur og svo framvegis.
Á vef um byggingu nýja háskólasjúkrahússins er hægt að lesa nánar um þetta.
Þar er skýrsla Planetree birt í heild.
- Community Design Assessment for Landspitali University Hospital March 19 - 23, 2007
- Designing the New Landspitali University Hospital - The Voice of the The Reykjavik Community Prepared by Planetree -NPO May 7, 2007