Landspítali - háskólasjúkrahús á aðild að samningi um nýja Rannsóknastofnun um lyfjamál, ásamt Háskóla Íslands, heilbrigðisráðuneytinu og Landlæknisembættinu. Samningur um hana var undirritaður 25. apríl 2007. Meginmarkmið stofnunarinnar er að auka rannsóknir og fræðslu um lyfjamál á Íslandi og alþjóðlega. Henni er ætlað að vera vettvangur rannsókna á sviði lyfjamála, einkum öllu sem lýtur að skynsamlegri lyfjanotkun, lyfjafaraldsfræði og lyfjahagfræði. Stofnuninni er einnig ætlað að miðla vísindalegri þekkingu um stefnumörkun og stjórnun lyfja og laða fræðimenn til starfa á þessu sviði.
Rannsóknastofnun um lyfjamál - samningur