Lýðheilsufélag læknanema ætlar að taka þátt í afmælisfögnuði Barnaspítala Hringsins 19. júní. Settur verður upp Bangsaspítali. Spítalinn hefur það markmið að uppræta hræðslu barna við lækna, heilbrigðisstofnanir og það starf sem þar fer fram. Hugmyndin er sú að barn komi með bangsann sinn til læknis. Bangsinn er veikur og barnið (sem foreldri) kemur með hann til læknis þar sem fram fer viðtal, skoðun og svo er reynt að lækna bangsann eftir því sem við á. Settar umbúðir, plástrað, saumað o.s.frv. Bangsaspítalinn var í fyrsta skipti settur upp síðasta vetur og tókst mjög vel en þetta verkefni er gert að erlendri fyrirmynd. Læknanemar víða um heiminn hafa haft ,,Bangsaspítala" starfrækta í mörg ár með góðum árangri.
Verður ,,spítalinn" opinn milli kl. 13 og 15 í dag og munum við þá taka á móti 3-5 ára börnum og böngsum sem mæta á afmælisfögnuðinn.
Þau börn sem koma þurfa að hafa meðferðis bangsa eða dúkku og vera búin að finna sjúkdóm eða meiðsl sem hrjá bangsann. Bangsinn verður svo læknaður í samræmi við það sem hrjáir hann. Við viljum benda á að ekki verður skorið eða saumað neitt í bangsana í alvöru heldur verður það gert í hlutverkaleik og engum nálum eða hnífum beitt (ekki saumaðir saman rifnir bangsar). Aftur á móti má búast við því að bangsinn komi til baka plástraður eða með umbúðir og fleira þess háttar.
Verður ,,spítalinn" opinn milli kl. 13 og 15 í dag og munum við þá taka á móti 3-5 ára börnum og böngsum sem mæta á afmælisfögnuðinn.
Þau börn sem koma þurfa að hafa meðferðis bangsa eða dúkku og vera búin að finna sjúkdóm eða meiðsl sem hrjá bangsann. Bangsinn verður svo læknaður í samræmi við það sem hrjáir hann. Við viljum benda á að ekki verður skorið eða saumað neitt í bangsana í alvöru heldur verður það gert í hlutverkaleik og engum nálum eða hnífum beitt (ekki saumaðir saman rifnir bangsar). Aftur á móti má búast við því að bangsinn komi til baka plástraður eða með umbúðir og fleira þess háttar.