Thorvaldsensfélagið hefur fært kvennasviði LSH að gjöf fæðingarsírita og hjólaborð fyrir hann. Tækið er af gerðinni Avalon CTS Cordless Fetal Transducer. Félagið hefur á undanförnum árum fært kvennasviði margar kærkomnar gjafir og nú aukið enn einni við.
Fæðingarsíritinn gerir konum kleift að vera töluvert á ferð í fæðingu á sama tíma og hægt er að fylgjast með hjartslætti barnsins og hríðum konunnar. Tækið gefur og tækifæri til þess að konan sé í vatni meðan á hríðum stendur enda eru nemarnir vatnsheldir.
Þetta tæki eykur mjög möguleika kvenna sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda í fæðingu á að vera á fótum í fæðingu um leið og fylgst er náið með þeim.
Fæðingarsíritinn gerir konum kleift að vera töluvert á ferð í fæðingu á sama tíma og hægt er að fylgjast með hjartslætti barnsins og hríðum konunnar. Tækið gefur og tækifæri til þess að konan sé í vatni meðan á hríðum stendur enda eru nemarnir vatnsheldir.
Þetta tæki eykur mjög möguleika kvenna sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda í fæðingu á að vera á fótum í fæðingu um leið og fylgst er náið með þeim.