Stjórn Minningargjafasjóðs Landspítalans úthlutaði LSH nýlega veglegri upphæð til tækjakaupa alls 58,5 milljónum króna. Gjöfin er einkar kærkomin þar sem fjárveitingar til endurnýjunar og nýkaupa á tækjabúnaði spítalans hafa verið knappar undanfarin ár.
Upphæðinni verður varið til kaupa á margs konar tækjum fyrir klíníska starfsemi spítalans. Fyrst ber að nefna skyggnitæki fyrir skurðstofur við Hringbraut og nýtt ómtæki til taugalækninga. Þá er að geta vöktunarbúnað til að fylgist með líðan sjúklinga og mun einkum nýtast slysa- og bráðasviði og lyflækningasviði. Tækjabúnaður á skurðstofum verður efldur m.a. vegna fjölgunar á hjartaaðgerðum og háls-, nef- og eyrnaaðgerðum sem og búnaður fyrir gjörgæslu spítalans. Ýmiss búnaður í augnlækningum verður endurnýjaður auk tækja fyrir blóðskilun og kvenlækningar.