Stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa ákveðið aðgerðir sem miða að því að létta álagi af bráðadeildum spítalans. Samstarf verður við sjúkrahús og hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið og einnig við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þessum aðgerðum er ætlað að treysta starfsemi bráðadeildanna.
Sumaráætlun í starfsemi LSH hófst um mánaðamótin maí – júní. Samdráttur starfseminnar er svipaður og verið hefur undanfarin sumur, eða um 14% af mögulegum fjölda legudaga. Öllum gjörgæslusjúklingum er sinnt eins og endranær. Samdráttur í starfsemi sjúkrahússins er nokkuð misjafn eftir starfssviðum og ræðst af mönnun á hverju sviði en einnig af lokunum vegna nauðsynlegs viðhalds á húsnæði sjúkrahússins.
Til að létta álagi af bráðadeildum LSH hefur verið ákveðið að breyta fimm daga deild á Landakoti í sjö daga deild. Sjúklingar sem dvalið hafa á fimm daga deildinni verða sumir útskrifaðir heim til sín og fá þjónustu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Unnið er að því að fá hjúkrunarrými fyrir þá sem ekki eru færir um að útskrifast í samvinnu við hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Þá hafa stjórnendur sjúkrahúsa í nágrenni höfuðborgarsvæðisins líst vilja til að hlaupa undir bagga og taka við sjúklingum frá LSH sem lokið hafa fyrstu bráðameðferð.
Með þessum aðgerðum mun mesta álaginu verða létt af bráðadeildum LSH og góðar líkur á því að spítalinn geti starfað samkvæmt áætlaðri sumarstarfsemi.
Sumaráætlun í starfsemi LSH hófst um mánaðamótin maí – júní. Samdráttur starfseminnar er svipaður og verið hefur undanfarin sumur, eða um 14% af mögulegum fjölda legudaga. Öllum gjörgæslusjúklingum er sinnt eins og endranær. Samdráttur í starfsemi sjúkrahússins er nokkuð misjafn eftir starfssviðum og ræðst af mönnun á hverju sviði en einnig af lokunum vegna nauðsynlegs viðhalds á húsnæði sjúkrahússins.
Til að létta álagi af bráðadeildum LSH hefur verið ákveðið að breyta fimm daga deild á Landakoti í sjö daga deild. Sjúklingar sem dvalið hafa á fimm daga deildinni verða sumir útskrifaðir heim til sín og fá þjónustu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Unnið er að því að fá hjúkrunarrými fyrir þá sem ekki eru færir um að útskrifast í samvinnu við hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Þá hafa stjórnendur sjúkrahúsa í nágrenni höfuðborgarsvæðisins líst vilja til að hlaupa undir bagga og taka við sjúklingum frá LSH sem lokið hafa fyrstu bráðameðferð.
Með þessum aðgerðum mun mesta álaginu verða létt af bráðadeildum LSH og góðar líkur á því að spítalinn geti starfað samkvæmt áætlaðri sumarstarfsemi.