Að frumkvæði þriggja hjúkrunarfræðinga á Landspítala var efnt til fjöldagöngu þriðjudaginn 26. júní 2007 til að vekja almenning til umhugsunar um afleiðingar hraðaksturs og þess að aka bíl undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja.
Gangan var mikil upplifun og tilfinningaþrungin og ánægjulegt var að sjá hversu margir tóku þátt í henni. Hjúkrunarfræðingar gengu með rauðar blöðrur sem tákna áttu fjölda þeirra sem slösuðust alvarlegra í umferðinni á síðast liðnu ári og sjúkraflutningamenn gengu með svartar blöðrur til minningar um þá sem létust í umferðinni á sama tíma.
Þegar komið var að þyrlupallinum í Fossvogi var öllum blöðrunum sleppt og minntu okkur á hversu margir hafa slasast og látið lífið í umferðinni.