Geðheilbrigði í breyttum heimi: Áhrif menningar og margbreytileika" er yfirskrift alþjóðageðheilbrigðisdagsins 2007.
Skipulögð hefur verið dagskrá sunnudaginn 7. október og miðvikudaginn 10. október. Landspítali stendur að henni ásamt mörgum fleirum.
Sunnudagurinn 7. október:
Nauthólsvík
11:00 Geðhlaup í Nauthólsvík (2 km skemmtiskokk og 10 km hlaup með tímatöku. Allir keppendur fá verðlaunapening).
12:00 Sjósund fyrir hlaupara í samvinnu við Sjósundfélag Íslands.
Perlan
14:00 Opnun myndlistarsýningar og kynningar á úrræðum sem stuðla að geðheilbrigði.
14:30 – 16:00 Fjölbreytt dagskrá hefst með ávarpi frú Vigdísar Finnbogadóttur, verndara geðheilbrigðisdagsins.
Boðið upp á myndlistarsýningu, dans, tónlistaratriði, grín, ljóðalestur og reynslufrásögn sem tengist yfirskrift dagsins. Félagasamtök og hópar sem beita sér í geðheilbrigðismálum kynna starfsemi sína og ólík úrræði sem stuðla að geðheilbrigði. Meðal þeirra sem fram koma verða Vigdís Finnbogadóttir, Valgeir Guðjónsson, Þráinn Bertelsson, Regnbogakórinn og Tríótó
20:30 Flugeldasýning við Perluna. Fordómunum skotið upp.
Miðvikudagurinn 10. október:
Ráðhús Reykjavíkur
14:00 – 18:00 Þverfagleg ráðstefna í Ráðhúsi Reykjavíkur undir yfirskriftinni: Innflytjendur og geðheilbrigði. Meðal fyrirlesara er Diana Bass frá London, sérfræðingur í áhrifum menningar á viðtalsmeðferð. Yfirskrift ráðstefnunnar verður einnig könnuð frá sjónarhóli nýbúa, túlka, heimspekings og notanda geðheilbrigðisþjónustunnar.
20:00 Minningarguðsþjónusta í Hallgrímskirkju til þess að minnast þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi og til stuðnings þeim sem eiga um sárt að binda vegna geðraskana. Séra Birgir Ásgeirsson verður með hugleiðingu. Sigrún Hjálmtýsdóttir mun syngja við athöfnina. Eftir guðsþjónustuna verður gengið niður að Tjörn þar sem kertum verður fleytt.