"Við framkvæmd verkefnisins er litið til aðferðafræði sem notuð var við byggingu Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi og byggist á samspili einkafyrirtækja og hins opinbera" segir Gunnar Svavarsson formaður nýlega skipaðrar verkefnisstjórnar um byggingu nýs Landspítala. Í viðtali við hann á vefnum www.nlsh.is (sjá skýrslu) kemur einnig fram að forval vegna hönnunar byggingar verði auglýst á allra næstu vikum.
Í verkefnisstjórn:
Gunnar Svavarsson, fyrrv. alþingismaður, formaður
Egill Tryggvason, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu
Gyða Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítala
Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Háskóla Íslands
Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri á LSH
Vilborg Þ. Hauksdóttir, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu