Landspítali tók endurnýjað og sérhannað húsnæði neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis í notkun miðvikudaginn 10. janúar 2018 á Landspítala Fossvogi. Neyðarmóttakan á 25 ára afmæli í ár en hún var stofnsett árið 1993. Hópur gesta og gangandi leit við og skoðaði hið nýja húsnæði í tilefni áfangans. Meðal þeirra voru Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og Helga Vala Helgadóttir lögmaður og þingmaður Samfylkingarinnar.
"Markmið neyðarmóttökunnar er að tryggja velferð og stöðu þeirra sem til okkar leita. Við viljum með þjónustunni draga úr andlegu og líkamlegu heilstjóni og auðvitað helst að koma í veg fyrir það. Það er því algjört lykilatriði að skjólstæðingum okkar mæti tillitssemi og hlýlegt umhverfi, ásamt því að starfsfólki sé gert kleift að athafna sig við góðar vinnuaðstæður. Nýja húsnæðið mætir þessum þörfum. Það var hannað til að þjóna þörfum brotaþola í hvívetna og gera þeim kleift að hitta sérfræðinga okkar, réttargæslufólk og lögregluyfirvöld í faglegu og þægilegu umhverfi. Aðrar umbætur húsnæðisins fela meðal annars í sér skýrari aðskilnað milli rýma, eflt öryggi og betra geymslupláss. Við erum mjög stoltar af þessu umbótaverkefni," segja Hildur Dís Kristjánsdóttir og Hrönn Stefánsdóttir, verkefnastjórar móttökunna
Leit
Loka