Kviðarhols - og þvagfæraskurðdeild 13EG á Landspítala hafa verið færðar gjafir sem keyptar voru fyrir fé sem safnaðist með jólatónleikum í Fríkirkjunni 7. desember 2017. Tónleikarnir voru í tónleikaröðinni „Á ljúfum nótum“ og haldnir í hádeginu. Á þeim söfnuðust 438 þúsund krónur og var keypt loftdýna sem nýtist við umönnun og meðferð mikið veikra sjúklinga á deildinni en auk hennar kaffivél, vöfflujárn og nuddpúði fyrir starfsfólkið til að gera sér dagamun og láta líða úr sér.
Lilja Eggertsdóttir hefur veg og vanda af þessari tónleikaröð en að þessu sinni komu fram þrír einsöngvarar, Auður Gunnarsdóttir sópran, Þorbjörn Rúnarsson tenór, og Bjarni Thor Kristinsson bassi ásamt kvennakórnum Concordia og hljómsveit. Hljómsveitina skipuðu Íris Dögg Gísladóttir fiðla, Vigdís Másdóttir fiðla, Ásdís Runólfsdóttir víóla, Gréta Rún Snorradóttir selló, Þorgrímur Jónsson kontrabassi og Jóhanna Björk Snorradóttir þverflauta. Lilja Eggertsdóttir lék á píanó og stjórnaði.
Sjö sjónvörp á bráðadeild fyrir ágóða af jólatónleikum í Fríkirkjunni 2016