Skurðlækningastofu 2 á 12CD á Landspítala Hringbraut hefur verið algerlega endurnýjuð. Við þessar breytingar batnaði vinnuaðstaða og nýting á skurðstofunni verður fjölþættari með aðstöðu fyrir aðrar aðgerðir en í þvagfæraskurðlækningum.
Í svona framkvæmdum er nokkurt flækjustig þar sem stofan er á miðjum skurðstofuganginum og aðrar skurðstofur í fullri starfsemi á háannatíma skurðaðgerða. Í framkvæmdunum sem tóku einungis tvær vikur þurfti því sérstaka nærgætni sem iðnaðarmenn stóðu vel undir auk þess að standast tímamörk.
Á komandi mánuðum taka við frekari framkvæmdir á 12CD til að bæta aðstöðu vegna krafna eftirlitsaðila. Á stigapallinum er verið að útbúa undirbúningsherbergi skurðsjúklinga. Rýmið sem þá skapast inn á deild nýtist til að bæta aðstöðu á skoli, lyfjaherbergi, geymslu tækjabúnaðar og vinnuaðstöðu starfsmanna. Í haust lýkur þessum framkvæmdum.