Níu hjúkrunarfræðingar útskrifuðust úr starfsnámi til sérfræðingsréttinda við athöfn sem fór fram í Eirbergi 17. apríl 2018. Kynningar á verkefnum þeirra sýndu mikla fjölbreytni í viðfangsefnum og báru vott um ríka áherslu á bætta þjónustu við skjólstæðinga. Starfsnámið við Landspítala veitir hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum tækifæri til að beita þekkingu sinni úr meistaranámi í klínísku umhverfi Landspítala og þjálfa sig í hlutverki sérfræðinga.
Brynja Hauksdóttir - hjúkrun sjúklinga með blóðsjúkdóma og krabbamein
Guðrún Eygló Guðmundsdóttir - barnahjúkrun - áhersla á börn með taugasjúkdóma
Ingibjörg Sigurþórsdóttir - bráðahjúkrun
Jóhanna Ósk Eiríksdóttir - líknandi hjúkrunarmeðferð – áhersla á langvinna verki
Kristín Lára Ólafsdóttir - líknarhjúkrun
Oddný Kristinsdóttir - barnahjúkrun
Sigríður Heimisdóttir - hjúkrun bráðveikra lungnasjúklinga
Vigdís Hrönn Viggósdóttir - barnahjúkrun
Þórdís Borgþórsdóttir - svæfingahjúkrun