Pokasjóður kom færandi hendi fimmtudaginn 13. september 2018 og afhenti þvagfæraskurðdeildinni á Landspítala BK-5000 ómtæki. Tækið kostaði 11 miljónir króna fyrir utan virðisaukaskatt.
Ómtækið nýtist til margvíslegra rannsókna og inngripa á göngudeild en einnig á skurðstofu vegna aðgerða á nýrum með aðgerðarþjarka. Nú eru liðin fjögur ár frá því Pokasjóður lagði myndarlega til söfnunar vegna kaupa á aðgerðarþjarka fyrir Landspítala. Pokasjóður gaf þá 25 miljónir og náðist með því markmið söfnunarinnar.
Á myndinni eru fulltrúar Pokasjóðs og þagfæraskurðdeildarinnar við afhendingu tækisins.