Vegna framkvæmda við nýbyggingar Landspítala við Hringbraut verður óumflýjanlegt rask á svæðinu og munu sjúklingar, gestir og starfsfólk finna fyrir því. Allt kapp er hins vegar lagt á að truflanir verði sem minnstar og að starfsemi og daglegt líf á spítalanum haldist í föstum skorðum. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan fer Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri hjá NLSH ohf., yfir bílastæðamálin.
Helstu breytingar sem sagt felast í bílastæðum, sem munu flytjast til. Gömul stæði munu þannig lokast og ný verða opnuð. Í dag eru bílastæði við Hringbraut um 1.100 talsins en að framkvæmdatíma loknum verða þau um 2.000. Nú þegar hefur talsverðum fjölda af bílastæðum verið lokað og ný stæði opnuð við BSÍ. Bílastæði á framkvæmdatímanum verða að öllu samanlögðu fleiri en núna og aðgengi sjúklinga, gesta og starfsfólks gott.
Einnig verða breytingar á inngöngum á byggingartímabilinu. Þannig mun helsti inngangur sjúklinga og gesta færast frá aðalinngangi við Barónsstíg (Kringlunni) yfir að aðalinngangi við Eiríksgötu.
Helstu breytingar sem sagt felast í bílastæðum, sem munu flytjast til. Gömul stæði munu þannig lokast og ný verða opnuð. Í dag eru bílastæði við Hringbraut um 1.100 talsins en að framkvæmdatíma loknum verða þau um 2.000. Nú þegar hefur talsverðum fjölda af bílastæðum verið lokað og ný stæði opnuð við BSÍ. Bílastæði á framkvæmdatímanum verða að öllu samanlögðu fleiri en núna og aðgengi sjúklinga, gesta og starfsfólks gott.
Einnig verða breytingar á inngöngum á byggingartímabilinu. Þannig mun helsti inngangur sjúklinga og gesta færast frá aðalinngangi við Barónsstíg (Kringlunni) yfir að aðalinngangi við Eiríksgötu.