Fyrir tilstuðlan Krafts hefur Eirberg gefið krabbameinsdeildum Landspítala 6 herðanuddtæki til að hafa inn á deildunum. Tækin eru ætluð bæði sjúklingum og aðstandendum.
Það getur skipt sköpum að geta látið vel um sig fara þegar maður sjálfur eða ástvinur manns er í krabbameinsmeðferð eða þarf að leggjast inn á krabbameinsdeild vegna veikinda sinna.
Kraftur leitaði til félagsmanna og spurðist fyrir hvað gæti gert þennan tíma bærilegri eða notalegri. Ofarlega í huga félagsmanna var að fá nudd endrum og sinnum og í kjölfarið var haft samband við Eirberg, sem tóku óskinni vel.
Á myndinni má sjá deildarstjórana Ásthildi Guðjohnsen og Þórunni Sævarsdóttur taka við gjöfinni fyrir hönd krabbameinsdeilda Landspítalans ásamt Kristni Johnson framkvæmdastjóra Eirbergs og Huldu Hjálmarsdóttur frá Krafti.
Það getur skipt sköpum að geta látið vel um sig fara þegar maður sjálfur eða ástvinur manns er í krabbameinsmeðferð eða þarf að leggjast inn á krabbameinsdeild vegna veikinda sinna.
Kraftur leitaði til félagsmanna og spurðist fyrir hvað gæti gert þennan tíma bærilegri eða notalegri. Ofarlega í huga félagsmanna var að fá nudd endrum og sinnum og í kjölfarið var haft samband við Eirberg, sem tóku óskinni vel.
Á myndinni má sjá deildarstjórana Ásthildi Guðjohnsen og Þórunni Sævarsdóttur taka við gjöfinni fyrir hönd krabbameinsdeilda Landspítalans ásamt Kristni Johnson framkvæmdastjóra Eirbergs og Huldu Hjálmarsdóttur frá Krafti.