VOFFA rannsóknin á Íslandi er í fullum gangi og miðar vel. Rannsóknin hófst fyrir tæpu ári og þátttakendur eru nú þegar orðnir nærri tvö þúsund talsins.
VOFFI stendur fyrir „Veikindi og fjarvistir fjölskyldna á Íslandi“. Rannsókninni er ætlað að leiða í ljós hversu mikil byrði er fyrir foreldra og aðstandendur að börn er oft veik fram að fimm til sex ára aldri.
Öllum foreldrum nýfæddra barna býðst að taka þátt í rannsókninni sem tekur í heild fjögur ár.
Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir og prófessor í barnalækningum, segir frá VOFFA í myndskeiðinu.