Sigfúsarsjóður hefur lagt styrktarsjóðnum 13/12 á Landspítala til eina milljón króna.
Þegar Ebba Margrét Magnúsdóttir, sérfræðilæknir á kvennadeild og formaður læknaráðs Landspítala, varð fimmtug árið 2017 hélt hún 100 manna stelpupartí en afþakkaði gjafir. Þess í stað stofnaði Ebba Margrét 13/12 styrktarsjóð til að styrkja fátækar mæður og börn sem verða á vegi starfsfólks á Landspítala. Töluvert fé safnaðist og meðal annars gaf eitt fyrirtæki hálfa milljón króna. Fleiri hafa lagt gott til, svo sem Hulda Brá Magnadóttir heila og taugaskurðlæknir. Hún hélt líka fimmtudagsafmælisveislu en afþakkaði gjafir og lét sjóðinn njóta í staðinn. Sjóðurinn hefur styrkt í formi gjafakorta og einnig greitt fyrir hluti sem nýbökuðum mæðrum hefur skort eins og mjaltavél.
Ì stjórn sjóðsins eru, auk Ebbu Margrétar, þær Arndís Pétursdóttir ljósmóðir og Helga Sól Ólafsdóttir félagsráðgjafi.
Ebbu Margréti barst síðan póstur 13. desember þar sem tilkynnt var um styrk Sigfúsarsjóðs upp á 1.000.000.
Sigfúsarsjóður var stofnaður eftir andlát Stefáns Sigfússonar. Hannn var bróðir Öddur Báru Sigfúsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúa. Þau voru börn Sigfúsar Sigurhjartarsonar sem sjóðurinn er kenndur við. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styðja við húsnæðismál vinstri hreyfingarinnar í landinu. Undanfarin ár hefur sjóðurinn verið í samstarfi við Samfylkinguna.
Einnig hefur sjóðurinn styrkt ýmis mál sem snúa að þeim sem hallir standa í þjóðfélaginu.
Leit
Loka