Í tilefni af 20 ára afmæli Kötludúkkunnar færði Kiwanisklúbburinn Katla leikstofunni á Barnaspítala Hringsins í desember 2018 fleiri óeinkennisklæddar taudúkkur sem börnin fá til eignar og skapa sinn spítalavin með því að teikna á þær. Dúkkurnar fylgja þeim síðan eftir á meðan dvöl þeirra stendur á Barnaspítalanum og útskrifast með þeim heim. Nú hafa einnig bæst við tautöskur fyrir dúkkurnar.
Þessar dúkkur hafa skapað góð tengsl við börnin og veitt þeim mikla gleði, þökk sé Kiwanisklúbbnum Kötlu sem hefur haldið tryggð við leikstofuna öll þessi ár og trúað á þetta verkefni.