Umönnunarskóli öldrunardeilda var með sína þriðju útskrift 11. janúar 2019. Byrjað var að bjóða upp á þessa fræðslu haustið 2017 og nú hafa 27 ófaglærðir starfsmenn útskrifast, bæði nýir og eldri í starfi. Námskeiðið er um 30 klukkustundir samtals. Áhersla er á sýnikennslu og æfingar ásamt stuttu fræðsluinnleggi. Markmiðið er m.a. að létta hluta af álagi af starfsfólki sem stöðugt er að veita tilsögn á deildum og auka gæði umönnunar og ánægju nýs starfsfólks. Náið samstarf er við sjúkraliða á deildum og sjá þeir um stóran hluta af kennslunni.
Á mynd er hluta þeirra sem útskrifuðust í þetta sinn ásamt Ingibjörgu Hjaltadóttur, sérfræðingi í öldrunarhjúkrun.